Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 2 KENNSLUHÆTTIR Lifandi námsumhverfi Mikilvægt er að skapa ákveðin skilyrði í námsumhverfinu til að auðvelda nemendum að læra tungu- málið og skiptir miklu máli að námsumhverfið … • sé bæði öruggt og hvetjandi. • einkennist af jákvæðu andrúmslofti en um leið öguðum samskiptum. • bjóði upp á reglufestu, endurtekningu og stuðning. • einkennist af hvatningu og hrósi sem hjálpar til við að skapa öryggi. Kennslustofan á að bera vott um að verið sé að vinna með tungumálið og menningu þess. Mikil- vægt er að kennslustofan sé lifandi vettvangur þar sem myndir og veggspjöld, sem tengjast viðfangs- efnum, prýða veggina ásamt verkefnum nemenda. Nauðsynlegt er að hafa orðaforðann, sem fengist er við hverju sinni, sjáanlegan og áberandi í skóla- stofunni. Skrifa t.d. orð dagsins á töfluna eða á spjöld sem hengd eru upp. Fjölbreyttir kennsluhættir Í dönskunáminu líkt og í öðru námi er mikilvægt að nemendur finni fyrir öryggi í kennslustundum og að þeir þori að tjá sig og taka virkan þátt í því sem fram fer. Nemendur læra nýtt tungumál með því að prófa sig áfram og því þarf að skapa þeim tækifæri til að beita málinu á fjölbreyttan hátt og við mismunandi aðstæður. Nemendur þurfa að fá að hlusta á málið, tala það, lesa og skrifa auk þess að kynnast menningu landsins í gegnum tungumálið. Mikilvægt er að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum og vinnubrögðum til að vekja og viðhalda áhuga til náms. Í því felast tækifæri og kjöraðstæður fyrir opna og einstaklingsmiðaða kennsluhætti sem gera það kleift að mæta hverjum nemanda þar sem hann er staddur í leit sinni að þekkingu, allt eftir áhuga, reynslu og þroska. Með fjölbreyttum kennsluaðferðum og vinnubrögðum er líka lögð áhersla á að hvetja nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi, leyfa þeim að taka þátt í að móta námið og gefa þeim tækifæri til að gera tilraunir út frá eigin reynslu. Æskilegt er að verkefnin séu opin og fjölbreytt og að vinnuaðferðirnar bjóði upp á einstaklingsvinnu, paravinnu, hópavinnu og vinnu þar sem allur bekkurinn er þátttak- andi. Þá þarf að hafa í huga að það þurfa ekki allir nemendur að vinna sömu verkefni á sama tíma. Einstaklingsmiðað tungumálanám (differentiering) Nemendur eru ólíkir og hafa mismunandi forsendur, möguleika, þarfir og hvata til náms. Hafa ber í huga að allir nemendur hafa eitthvað fram að færa sem getur nýst þeim sjálfum og öðrum nem- endum í náminu. Þegar kennsla í getublönduðum bekk er skipulögð er mikilvægt að taka fullt tillit til hvers og eins og reyna að finna leiðir sem gefa nemendum tækifæri til að nýta styrkleika sína til náms. Verkefni þurfa að vera í takt við getustig nemandans og vera hæfilega krefjandi þannig að námið beri árangur. Til að allir nemendur fái sömu tækifæri til að tileinka sér dönsku á sínum forsendum er mikilvægt að ein- staklingsmiða kennsluna. Það er sérstaklega mikilvægt að nemendur sem eiga í erfiðleikum með að tileinka sér tungumálið og nemendur sem hafa mikla færni í tungumálinu fái verkefni sem eru bæði hvetjandi og krefjandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=