Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 MYNDEFNI 64 Vangaveltur um mynd (Hvad siger billedet?) Að horfa á eina mynd getur kallað fram ýmsar vangaveltur. Hvað er það sem myndin sýnir? Hvað er það sem hún sýnir ekki? Margar myndir geta kallað fram umræður. 1. Nemendur vinna í pörum eða litlum hópum. 2. Allir fá eins mynd. 3. Nemendur skoða myndina og koma sér saman um hvað þeir ætla að segja/skrifa. Dæmi: Í lokin getur kennari tekið stikkprufur eða nemendur segja frá myndinni. • Hvad kan I se på billedet? Beskriv i detaljer. • Hvem er børnene? • Hvad skete der lige inden billedet blev taget? • Hvad sker der om lidt? • Hvem tog billedet? • Hvor er billedet fra? • Hvorfor blev billedet taget? Hlutverkaleikur – Glæpurinn Verkefnið hentar e.t.v. best nemendum sem eru lengra komnir. Auðvelt er að einfalda það fyrir yngri nemendur. Markmiðið er að þjálfa … • orðaforða sem unnið hefur verið með • munnlega færni • spurnarorð • athyglisgáfu Atburður: Glæpur hefur verið framinn og hlut verið stolið. Lögreglan er komin á staðinn og yfirheyrir vitnið. 1. Nemendur vinna saman í pörum. 2. Annar nemandinn er vitni og hinn er lögregla. 3. Lögreglan snýr baki í kennarann en vitnin snúa sér fram og horfa á kennarann. 4. Kennari sýnir vitnunum mynd af persónu sem er grunuð um glæp. Þau horfa á myndina í 10–15 sekúndur og mega skrifa stikkorð. 5. Nú eiga vitnin að lýsa þeim grunaða fyrir lögreglunni á dönsku. Lögreglan hlustar og spyr spurninga til að fá skýra mynd að glæpamanninum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=