Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 MYNDEFNI 63 Lýsið persónum (gætteleg) Hægt er að nota þennan leik þegar fjalla á um fólk eða dýr, útlit þeirra og hegðun. Paravinna. Nemendur skiptast á að lýsa persónu á mynd á dönsku. Fyrst lýsir annar einni persónu og hinn giskar á hver persónan er og síðan er skipt um hlutverk. Dæmi: • Beskriv en person på billedet. • Hvordan ser hun/han ud? • Hvilket tøj har hun/han på? Beskriv. • Sidder hun/han eller står hun/han? • Hvad laver hun/han? • Hvad tror du hun/han siger eller tænker? Beitið hugmyndafluginu (Hvad sker der?) Para- eða hópverkefni. Dæmi: Nemendur ræða saman á dönsku um: • Hvad skete der 10 minutter før? • Hvad vil der ske om 10 minutter? • Pör/hópar gera grein fyrir niðurstöðum. Þessar spurningar má nota um margar myndir. Semja samtal út frá mynd Hægt er að semja samtöl við margar myndir, hvort sem er á milli fólks eða dýra. Það má t.d. gera með því að skrifa í tal- og hugsanablöðrur, í texta undir mynd eða í frjálsu samtali. Nemendur vinna saman tveir og tveir. Gott er að setja lágmarks lengd af samtali t.d. 8 setningar hvor nemandi. Kennari bendir þeim á mynd eða þeir velja mynd til að ræða um. Dæmi: 1. Mikilvægt er að rifja upp orð og orðasambönd sem tengd eru myndinni áður en vinna hefst. 2. Pörin semja samtal út frá myndinni. 3. Nemendum skipt í 6-8 manna hópa þar sem hvert par sýnir hópnum samtalið sitt. 4. Hver hópur velur frumlegasta/skemmtilegasta samtalið. 5. Skemmtilegustu samtölin sýnd bekknum og þau jafnvel leiklesin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=