Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 62 MYNDEFNI Myndefni Myndefni er sérstaklega hentugt til tungumálakennslu, þar sem myndir höfða til flestra nemenda og eru með til að vekja áhuga á efninu. Nemendur átta sig yfirleitt á myndefni og eiga auðvelt með að setja sig inn í aðstæður tengdar því. Í dönskunámsefninu er mikið af myndefni sem styður við textana og er hentugt sem kveikja að texta bæði um innihald og orðaforða. Þá er einnig hægt að nota myndir sem hugmynd að munnlegum eða skrif- legum verkefnum sem vinna má eftir lestur og þannig vera með til að festa orðaforðann í minni. Myndefni er fjölbreytt og myndir má finna víða. Þær gefa mikla möguleika til að auka fjölbreytni í kennsluaðferðum. Myndefni er ætlað að • hvetja, virkja og vekja áhuga nemenda. • virkja bakgrunnsþekkingu nemenda. • styðja við innihald texta. • styðja við orðaforðatileinkun. • vera efni til munnlegrar og skriflegrar þjálfunar. • auka fjölbreytni í kennsluháttum. Hugmyndir að notkun myndefnis í tungumálakennslu Þegar nemendur eiga að tala eða skrifa um mynd er gott að rifja upp/kynna orðforða sem tengist myndinni, t.d. með hugarflæði. Nemendur nefna orð og kennari bætir e.t.v. við fleiri orðum. Gott er að skrifa ný orð á töflu þannig að þau verði sýnileg nemendum. Ræðið um mynd Kennari sýnir nemendum mynd og spyr þá spurninga. Nemendur svara á dönsku. Dæmi: • Hvad forestiller billedet? • Hvad tror du teksten handler om? • Hvad ser du på billedet? (Sig ord eller sætninger) • Hvilket perspektiv er der? (Forgrund/baggrund, foran, bagved, ved siden af, under, ovenpå) • Hvad tænker du på, når du ser billedet? • Kan billedet være fra Island? Hvorfor?/Hvorfor ikke? Dansk fødselsdag Hér er mikilvægt að sem flestir nemendur fái tækifæri til að segja eitthvað um myndina á dönsku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=