Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku
Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 MÁLFRÆÐI 61 Dæmi 3 | Tak – Ida • Lýsingarorð ○ Hvaða lýsingarorð eru í tveimur fyrstu línunum? ○ Hvaða 3 endingar eru á lýsingarorðunum? (endingalaus, e og t). ○ Hver er munurinn á þessum 3 endingum? Hvenær notar maður hvaða reglu? ○ Hvernig er þetta á íslensku? Berið saman íslensk og dönsk orð, eru þau lík eða ólík? ○ Nemendur finna öll lýsingarorðin í textanum. ○ Kannið hvort nemendur hafi áttað sig á reglunni. Ef þeir hafa ekki gert það má skoða fleiri texta á sömu opnu. ○ Útskýrið regluna. ○ Skoðið myndina. Hver nemandi segir eina setningu um myndina með lýsingarorði. T.d. Ida har en flot seng. Reolen er blå … Varast ber að kenna atriði sem ekki eru í textanum. Ef eina persónufornafnið í textanum er jeg , er ekki mælt með að kenna önnur persónufornöfn í það skiptið. Kynna má fleiri persónufornöfn þegar þau birtast í textunum. Þeim er þá bætt við auk þess sem hægt er að rifja upp persónufornöfn sem búið er að læra. Mögulega má hafa þau sýnileg á vegg og bæta fleiri persónufornöfnum við eftir því sem tíminn líður. Þegar þau eru orðin nægilega mörg má setja þau upp í myndrænt kerfi t.d. eftir persónu og tölum. Jeg, du, vi … Ekki er árangursríkt að vinna með marga mismunandi þætti málfræðinnar á sama tíma. Ítarefni Dansk her og nu – grammatik og øvelser Grammatik Ida Ida er høj, slank og går med briller. Hun har halvlangt, glat, lyst hår og brune øjne. Nogle synes, hun er den alvorlige type. Men Ida siger selv, at hun altid er i godt humør. Hun snakker bare ikke så meget, fordi hun ikke ved, hvad skal sige. Hun hader at rydde op på sit værelse og lægge tøj på plads. Ida kan godt lide at synge, tegne og male. Hun synger i et pigekor og i et band. Hun kan også godt lide at fotografere og er dygtig til at poste sine billeder.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=