Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 MÁLFRÆÐI 60 Skoða reglu : Hér mætti spyrja nemendur hvort þeir sjái eitthvert mynstur í því hvernig sagn- irnar eru skrifaðar. Vonandi nefna þeir að þær endi allar á -r. • Hvernig haldið þið að maður segi: „Ég tala dönsku“? Jeg taler dansk . • Hér mætti líka skoða sérstaklega sögnina er – og benda á líkindi milli íslensku og dönsku. ○ Að vera – ég er . ○ At være – jeg er . Vinna með sagnir : • Skrifa setningar um sjálfa/n sig í nútíð og nota persónufornafnið jeg . • Kynna sjálfa/n sig fyrir öðrum. • Síðar er hægt að vinna með spurnarfornöfnin hvem, hvad og hvor sem eru kynnt á sömu síðu á bls. 3 í Start. Dæmi 2 | Start – Min krop Samhengi : Verið er að kynna … • nafnorð og sagnorð sem tengjast líkamanum. • nafnhátt sagna. • óákveðinn greini nafnorða. Kennari þarf að velja hvert þessara atriða hann ætlar að leggja áherslu á. Skoða reglu: • Nafnháttur ○ Hver er reglan? ○ Sjá nemendur regluna um nafnháttarmerki og endingu -e? ○ Hver er munurinn á nafnhætti í íslensku og dönsku? ○ Skilja nemendur merkingu orðanna? ○ Geta þeir komið með fleiri hugmyndir að orðum? • Óákveðinn greinir ○ En næse/En tand : Hvað gæti En þýtt? (Töluorðið einn). ○ Sum orð standa með en og önnur et . Hvers vegna? (Mismunandi kyn, eins og á íslensku). ○ Hvað halda nemendur að það séu mörg kyn í dönsku? Hvers vegna halda þeir það? ○ Berið saman íslensku og dönsku. ○ Kannið hvort nemendur skilja regluna. ○ Útskýrið regluna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=