Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 MÁLFRÆÐI 59 Hagnýt málfræði (funktionel grammatik) Samkvæmt hagnýtri málfræði er talið nauðsynlegt fyrir kennara og nemendur að skoða bæði gerð og hlutverk tungumálsins og samspil þess. Í hagnýtri málfræði er litið á tungumálið sem félagslegt kerfi og verkfæri til að skapa merkingu. Tungumálið er því ólíkt, allt eftir í hvaða samhengi það er notað. (A new grammer companion for teachers/Bewely Derewianka 2nd ed. 2011.) Kennari getur leitt nemendur áfram og beint sjónum þeirra að því hvernig tungumálið er notað og hvaða áhrif málfræði hefur á það með því að velja ákveðna texta. Nemendur: ○ skoða meðvitað ákveðin málfræði- eða málnotkunaratriði í texta. ○ finna út regluna sem á við – Hvernig er reglan? ○ finna fleiri dæmi um regluna í textanum. ○ beita reglunni með eigin dæmum – Geturðu komið með fleiri dæmi? Að rýna málfræði Flestir textar bjóða upp á margvíslega möguleika á málfræðirýni. Því flóknari sem textarnir verða, því fleiri möguleikar. Þess vegna er mikilvægt að kennari sé búinn að skoða texta vel og ákveða fyrir fram hvað hann ætlar að skoða með nemendum. Dæmin hér á eftir eru tekin úr byrjendanámsefni og eru almenn dæmi um hvernig hægt er að vinna með málfræði. Ekki er verið að hvetja kennara til að vinna með öll þessi málfræðiatriði í upphafi tungumálanáms. Dæmi 1 | Start – Hvem er jeg? Hvem er jeg? Hvem er du? Hej. Jeg hedder Simon. Jeg er 12 år gammel. Jeg kommer fra Danmark. Jeg bor i København. Samhengi : Hér er verið að kenna hvernig maður kynnir sig. Hægt er að ræða hvaða upplýsingar eru mikilvægar þegar fólk kynnir sig. Hvað vilja nemendur t.d. vita um aðra? Skipta aðstæður og þátttakendur máli? • Hver er að kynna sig? Hvem er jeg ? (Det er Simon). • Hvernig kynnir maður sig? T.d. með því að heilsa og segja nafnið sitt, hvaðan maður kemur og hvaða tungumál maður talar. ○ Jeg hedder … ○ Jeg kommer fra … ○ Jeg taler …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=