Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 MÁLFRÆÐI 58 • Munnlegar æfingar/samtalsæfingar þar sem þjálfuð eru ákveðin málfræðiatriði í samhengi. T.d. persónufornöfn, nútíð-þátíð sagna, ákveðinn greinir, endingar lýsingarorða o.s.frv. Dæmi þar sem þjálfuð eru lýsingarorð og endingar þeirra: ○ Nemendur vinna saman í pörum og fá blað með nokkrum skrímslamyndum. ○ Annar byrjar að lýsa einu skrímsli og hinn á að finna út hvaða mynd lýsingin passar við. Allar lýsingar þurfa að innihalda lýsingarorð. ○ Nemendur skiptast á að lýsa. Dæmi: A. Mit monster har en stor mund og skarpe tænder. Det har små ben og tre øjne . B. Taler du om det sidste billede ? • Rýna texta þar sem sömu málfræðiatriðin koma ítrekað fram og draga ályktun um niður- stöðu (finna regluna). • Breyta texta/setningum t.d. úr: ○ eintölu í fleirtölu. ○ nútíð í þátíð. ○ fyrstu persónu í aðra persónu. ○ jákvæðum texta í neikvæðan. • Hlusta eftir villum. Kennari les stuttan texta þar sem hann breytir nokkrummálfræðiatriðum í villur. Nemendur skrifa niður villurnar sem kennari gerir eða rétta upp hönd þegar þeir heyra villuna. Athuga þarf að hafa villurnar skýrar og einfaldar þannig að nemendur geti áttað sig á þeim. • Forsetningar og samtengingar. Nemendur skrifa setningarhlutana og ljúka þeim. Dæmi: Jeg kan godt/ikke li‘, at se fjernsyn fordi … Selvom vejret er godt vil … Hvis jeg havde flere penge … Da jeg kom hjem …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=