Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku
Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 MÁLFRÆÐI 57 • Innfylling þar sem orðflokkur er gefinn upp. Til að einfalda æfinguna má gefa upp orð sem að skrifa á inn í eyðurnar. gaden | cykle | lejlighed | butikscenter | tager | stort | gammel | minutter Jeg bor i en/et _____________________ (adjektiv) ______________ (navneord). Det er i centrum og det ______________________ (verbum) 10 _____________ (navneord) at ___________________ (verbum) i skole. På den anden side af _______________ (navne- ord) er der et _______________ (adjektiv) ____________________ (navneord). • Hlutverkaleikir sem reyna á aðstæður þar semákveðinmálnotkunaratriði eru þjálfuð. Dæmi: ○ Nemendur eru settir inn í aðstæður þar sem þeir eiga að leika hlutverkaleik. Hér er dæmi um hlutverkaleik þar sem tveir og tveir vinna saman. Annar er en dreng/en pige , hinn er en far/en mor . Áhersla er lögð á núþálegar sagnir (kan – skal – vil – må). A. en dreng/en pige Du vil gerne gå ud med en ven/vennerne i aften men du skal først spørge din mor/din far om du må . Hun/han siger at du ikke må gå nogen steder fordi du skal være hjemme og lave lektier. Du vil så gerne gå og prøver at overtale din mor/far. B. en far/en mor Din søn/datter vil ud i aften. Du vil ikke give ham/hende lov fordi du synes han/hun skal være hjemme. Du ved at han/hun skal aflevere en opgave i morgen og kan derfor ikke gå. Du skal overtale han/hende til at være hjemme. ○ Nemendur halda áfram með samtalið og reyna að láta núþálegu sagnirnar ( kan – skal – vil – må ) koma eins oft fyrir og þeir geta, helst í hverri setningu. • Spila spil sem taka á ákveðnum reglum, annaðhvort munnlega eða skriflega. Kennari getur útbúið t.d. spilið Veiðimaður þar sem hver nemandi dregur 4 spil og reynir t.d. að para saman sagnir í 4 myndum til að fá stig eins og t.d. at spise – jeg spiser – jeg spiste – jeg har spist. • Taka þátt í ýmsum munnlegum eða skriflegum orðaleikjum. Dæmi: Óreglulegar sagnir. Dæmi um leik: Það eina sem þarf er bolti eða eitthvað létt til að kasta á milli. ○ Sá sem fær boltann segir eina óreglulega sögn t.d. í nafnhætti og kastar boltanum til einhvers annars. ○ Ekki má segja sömu sögnina tvisvar svo það þarf að benda nemendum á að vera búnir að hugsa sér sögn/sagnir. ○ Ef nemandi endurtekur sögn sem búið er að segja er hann úr leik. ○ Hægt er að útfæra þennan sagnaleik með því að gera aðrar kröfur t.d. um beygingar sagna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=