Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 MÁLFRÆÐI 56 Málfræði er m.a. til að • varpa ljósi á hvernig tungumálið virkar. • geta notað tungumálið á skilvirkan, viðeigandi og nákvæman hátt. • skilja hvernig mismunandi merking er sköpuð með notkun mismunandi málfræði aðgerða. • geta aukið hæfni okkar til að stjórna og móta merkingu. • greina og rýna texta þannig að við skiljum hvernig málfræði hefur verið notuð til að ná fram ákveðnum áhrifum. • skoða mynstur í máli og orðavali þannig að við getum lært að meta, túlka og skapa vel upp- byggðan texta. • eiga sameiginlegt tungumál til að kenna og læra um megingerð tungumálsins. (A new grammer companion for teachers/Bewely Derewianka 2nd ed. 2011.) Til eru margar leiðir til að vinna með málfræði og gera nemendur færari um að tjá sig nokk- urn veginn rétt á erlenda málinu. Mikilvægt er að einbeita sér að einu málfræðiatriði í einu og vinna með það í nokkurn tíma þannig að nemendur hafi náð valdi á atriðinu áður en farið er að vinna með næsta atriði. Fjölbreyttir kennsluhættir Fjölbreytni í kennsluháttum er lykilatriði í málnotkunarþjálfun eins og í öllum öðrum þáttum tungu- málakennslu. Besta leiðin til að þjálfa málnotkun eru verkefni þar sem nemendur nota tungumálið í eins raunverulegum aðstæðum og hægt er . Þetta á þó ekki við hjá byrjendum. Til að byrja með er nauðsynlegt að nemendur hafi ákveðinn ramma t.d. forskriftir og bundnar æfingar. Þegar nemendur hafa náð betra valdi á tungumálinu og eru orðnir aðeins öruggir er mikilvægt að þeir fái að skrifa/tala frjálst og vera skapandi. Dæmi um nokkrar leiðir: • Skrifa setningar (þegar nemendur hafa séð forskrift, helst í texta). • Snúa setningum úr íslensku yfir á dönsku til að þjálfa ákveðið málfræðiatriði. • Gera innfyllingaræfingar þar sem ákveðin regla er þjálfuð. • Bæta lýsingarorðum inn í frásögn. Finna til stutta sögu/frásögn úr texta sem verið er að vinna með. Nemendur skrifa frásögnina upp aftur og bæta inn lýsingarorðum í réttri mynd fyrir framan öll nafnorð. Dæmi: På mit store værelse er der en __________ lænestol og et __________ skrivebord. Jeg sidder tit i den __________ lænestol og læser __________ romaner. Når jeg læser __________ lektier, sidder jeg ved __________ skrivebordet. Min __________ seng er står op ad __________ væggen og over den hænger der en __________ læselampe. Der er to __________ vinduer i __________ værelset og i det ene har jeg en __________ blomst og i det andet gemmer jeg nogle __________ bøger.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=