Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 55 MÁLFRÆÐI Málfræði „Málfræði er ekki markmið í sjálfu sér á þessu skólastigi, heldur hluti af stóra samhengi tungumálsins og þjónar málnotkuninni á sama hátt og orðaforðinn. Málvitund nemenda eykst með markvissri notkun málsins við margvíslegar aðstæður og í fjölbreyttum viðfangsefnum.“ (Aðalnámskrá grunnskóla 2013 bls. 133/134) Hvaða málfræði eiga nemendur að læra og í hvaða röð? Stutta svarið við báðum spurn- ingum er að þeir þurfa að læra þá málfræði sem er þeim nauðsynleg. Það er svo kennar- ans að velja hvað er nauðsynleg málfræði og í hvaða röð hann vill vinna með hana. Vinna með málfræði á að vera hjálpartæki í tungumálanámi og því ber að varast að flækja hana um of. Kennarar þurfa að vanda valið og beina sjónum að þeim þáttum mál- fræðinnar eða málvenjum sem líklegastar eru til að valda nemendum erfiðleikum eða sem geta valdið misskilningi í tjáskiptum. Það að hafa málfræði á valdi sínu er mikilvægt til að geta notað tungumálið á skapandi hátt. Þegar gerðar eru margar villur tengdar mál- fræði getur það leitt til misskilnings í samskiptum. Málnotkun og málfræði þarf að tengjast vinnu með orðaforða og notkun færniþáttanna fjögurra: hlustun, lestur, ritun og talað mál og vera í samhengi við umfjöllunarefnið. Markmið dönskukennslu er að kenna málnotkun en ekki að kenna um málfræði, eins og t.d. málfræðihugtök. Þessi áhersla byggist á því að málfræði er sett fram og hún þjálfuð í samhengi við aðra hluta tungumálsins með samskiptafærni að aðalmarkmiði. Ekki er ráðlegt að vinna með málfræðireglur án þess að þær séu mikilvægar í samhengi við það sem unnið er með í öðrum þáttum , eins og í ritun og tali. Kennari þarf að ákveða hvað hann vill leggja áherslu á hverju sinni og fara ekki út í atriði sem nemendur hafa ekki forsendur til né þörf fyrir að fást við. Mikilvægt er að leggja áherslu á það sem nýtist nemendum hverju sinni og velja bæði viðfangsefni og tímasetningu sem hentar í stað þess að vinna með flókin, óhlutbundin málfræðihugtök sem nemendur hafa ekki unnið með í íslensku. Einnig að leggja áherslu á meginreglur og málvenjur frekar en að dvelja of mikið við undantekningar. Gott er að benda nemendum á hjálpargögn þegar leita þarf upplýsinga um atriði málnotkunar sem þeir hafa ekki á valdi sínu. Mikilvægt er að þjálfa ákveðin grunnatriði vel, með reglulegu millibili, til þess að festa þau í minni. Það er gert með sífelldum endurtekningum. Þá getur verið gagnlegt að skoða einfalda texta eða setningar úr textum sem verið er að vinna með. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013 eiga nemendur við lok grunnskóla að geta: Samskipti: … beitt nokkuð réttu máli , eðlilegum framburði, áherslum, og hrynjandi, notað algeng föst orðasambönd … Frásögn: tjáð sig áheyrilega um málefni sem hann þekkir, beitt tungumálinu af nokkurri nákvæmni hvað varðar reglur um málnotkun … Ritun: skrifað lipran samfelldan texta á hnökralitlu máli um efni sem hann hefur þekkingu á, sýnt fram á góð tök á orðaforða og meginreglum málnotkunar …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=