Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 1 Til kennara „Megintilgangur tungumálanáms er að nemendur öðlist alhliða hæfni til að nota tungu- málið sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 124.) Til að stuðla að því er mikilvægt að vera með fjölbreytta kennslu- hætti sem eru hvetjandi og styðja við nemendur þannig að þeir eiga auðveldara með að ná þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að. Markmið þessara kennsluleiðbeininga er að varpa ljósi á meginþætti tungumálanáms og benda á leiðir til að vinna með fjölbreytta kennsluhætti. Í kennsluleiðbeiningunum er fjallað um færniþættina í þeirri röð sem þeir koma fram í aðalnámskrá grunnskóla og settar fram tillögur að fjölbreyttum kennsluaðferðum og verkefnum. Auk þess er fjallað um hvernig má tileinka sér orðaforða, málfræði, fram- burð, hvernig vinna má með kvikmyndir og þáttaraðir, sem og myndefni og tónlist. Að lokum er stutt umfjöllun um námsmat. Gengið er út frá því að nemendur venjist á að vinna í hópum, pörum eða einstaklings- lega allt eftir eðli verkefna. Fjölbreyttar hugmyndir að verkefnum fylgja hverjum kafla og þannig er hægt að taka mið af þörfum hvers og eins. Settar eru fram hugmyndir að því hvernig koma megi til móts við nemendur með námsörðugleika sem og hugmyndir að fjölbreyttum verkefnum fyrir nemendur sem hafa gott vald á dönsku og hafa jafnvel búið í Danmörku. Kennsluhættir í dönsku (erlendum tungumálum) < Tungumálanám þarf að vera heildstætt og endurspegla raunverulega málnotkun > Að mörgu þarf að huga í tungumálakennslu líkt og fram kemur í aðalnámskrá grunnskóla. Þjálfa þarf nemendur í hlustun, lesskilningi, samskiptum og frásögn, ritun, menningar- læsi og námshæfni. Aðalnámskrá grunnskóla lýsir vel um hvað dagleg málnotkun snýst: „Í daglegri málnotkun eru færniþættirnir samofnir og tengjast athöfnum og þannig á það einnig að vera í kennslustofunni. Sem dæmi má nefna að við hlustum eða lesum og vinnum úr því, annaðhvort í samræðum eða með því að skrifa um efnið eða myndgera það. Við skrifum og segjum frá því sem við höfum skrifað. Við tölum saman og endursegjum, annaðhvort í nýjum sam- ræðum eða rituðum texta.“ ( Aðalnámskrá grunnskóla 2013 , bls. 132). Námið og kennslan á að endurspegla eðlilega notkun tungumálsins og gæta þarf þess að kennslan einkennist ekki um of af einhliða færniþjálfun, heldur miði að því að gefa nemendum tækifæri til að nota málið sem tæki til tjáskipta. Bæði til að geta skipst á upp- lýsingum og hugmyndum en einnig til að tjá tilfinningar og skoðanir. Tungumálanám er einstaklingsbundið, skapandi ferli þar sem framfarir nemandans eru háðar virkni hans og þátttöku í eigin námi sem og tækifærum hans til að nota málið og leiðsögn kennara. Tungumálið er ekki viðfangsefni í sjálfu sér heldur lifandi og sveigjan- legt verkfæri sem nota má á ýmsa vegu. KENNSLUHÆTTIR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=