Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku
Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 RITUN 51 Söguhjólið – hópritun (d. en historieroulette) Söguhjólið er gott dæmi um hópritun. Nemendur vinna saman 3-4 í hóp og skrifa sögu. Hver hópur fær tening. Nemendur innan hópsins skiptast á að kasta teningnum til að fá upplýsingar um það sem skrifa á um. Nemendur slá 6 sinnum og fá þannig númerið á orðinu sem á að nota í þeirra sögu. A. Tid B. Sted C. Hovedpersonen 1. For 10 år siden 1. Et gammelt hus 1. En julemand 2. En mørk aften 2. I skoven 2. En pirat 3. Sidste år 3. En skole 3. En prinsesse 4. En tidlig morgen 4. En kirkegård 4. En gal mand 5. I går morges 5. En bank 5. En klovn 6. Sidste nat 6. En butik 6. En stor pige D. Problemet er E. Hjælpen kommer fra F. Redderen har 1. En ufo 1. En hund 1. En pistol 2. Stormvejr 2. En politimand 2. Et rundstykke 3. Et røveri 3. Små mænd 3. En hue 4. Kidnapping 4. En præst 4. Et håndklæde 5. En bold 5. En lærer 5. En taske 6. Et monster 6. En gul kat 6. En helikopter Hraðritun (d. hurtigskrivning) Margir nemendur eiga erfitt með að byrja á ritunarverkefni. Þá getur stundum hentað að leggja fyrir hraðritun. Hraðritun er að skrifa í ákveðinn tíma og hætta um leið og tíminn er útrunninn. 1. Velja efni. 2. Setja tímamörk, hámark 10 mínútur. 3. Nemendur skrifa eins hratt og þeir geta án þess að líta á það sem þeir hafa skrifað. Ef þeim dettur ekkert í hug geta þeir skrifað um hvernig er að detta ekkert í hug. Nemendur eiga aðeins að hugsa um innihaldið ekki um réttritun, greinamerki eða annað. Villurnar má leiðrétta seinna. 4. Nemendur eiga að skrifa í heilum setningum og í samhangandi texta, ekki í stikkorðum. 5. Nemendur lesa textann yfir í lokin, bæta einhverju við, laga og leiðrétta.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=