Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 RITUN 49 Endursögn Nemendur … • fá/velja texta. • lesa textann hratt yfir (scanning). • lesa textann aftur yfir og nú nákvæmar. • skrifa niður lykilorð og mikilvægustu upplýsingar í textanum. • skrifa endursögn með lykilorðum og út frá upplýsingum. Smáskilaboð Nemendur fá uppgefnar aðstæður sem þeir eiga að skrifa skilaboð um. Dæmi: A. Skriv en sms til dine forældre hvor du fortæller hvad der er sket: ○ Du skal til træning i … ○ Du skal nå bussen fordi … ○ Hunden/kanariefuglene/kaninen er sluppet ud. Du har ledt efter den. Du kan kan ikke finde den … B. Skriv en sms til en ven. Sig … ○ du har billetter til biografen ○ hvornår filmen starter ○ hvor I skal mødes C. Skrifaðu skilaboð á dönsku til vinar eða fjölskyldumeðlims. ○ Þú ert að fara í sund … ○ Vinur þinn er ekki kominn … ○ Þú vilt eignast ... Tölvupóstur Margir nemendur þurfa þjálfun í að skrifa tölvupósta, bæði formlega og óformlega. Gott er að æfa nemendur í að skrifa tölvupósta til mismunandi aðila, t.d. vinar, kennara eða atvinnurekanda. Þá gefst tækifæri til að skoða hvernig maður ávarpar og kveður við mismunandi aðstæður. Nokkur dæmi: Heilsa: hej, kære … Óformleg kveðja til vina og ættingja: vi ses, hilsen , Kh (stytting úr kærlig hilsen ), knus . Formleg kveðja: venlig hilsen, mange hilsner .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=