Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 RITUN 48 3. Haiku Haiku er gamalt japanskt ljóðaform, þau ... • hafa þrjár braglínur og tengjast oft náttúrunni. • innihalda ekki rím. • eiga að vera 3 línur og 17 atkvæði. ○ Fyrsta lína 5 atkvæði. ○ Önnur lína 7 atkvæði. ○ Þriðja lína 5 atkvæði. Dæmi um Haiku: Vejret er så godt Himlen er så blå i dag Måske regner det Dictogloss (Ritun/Hlustun) Markmið þessa verkefnis er að æfa færni nemenda til að skilja talað mál og æfa réttritun með því að skrifa um efni byggt á orðaforða sem þeir hafa unnið með. Dictogloss er útfærsla af upplestri til orðréttrar ritunar (d. diktat): • Texti er lesinn hátt tvisvar eða oftar á eðlilegum hraða. • Nemendur hlusta og reyna hver fyrir sig og eftir bestu getu að skrifa textann orðrétt upp. • Síðan vinna nemendur saman í pörum og reyna að endurskrifa textann. • Að lokum fá nemendur að skoða rétta textann til samanburðar. Skapa persónu (skab en person) Nemendur skapa persónu út frá orðum sem þeir draga. Þeir … • skrifa hver og einn orð á miða úr eftirfarandi flokkum t.d. útlit, háttarlag, aðstæður, áhuga- mál. Það verða að vera minnst 10 orð í allt frá hverjum og einum, eitt orð á hvern miða. • setja orðin í þrjá bunka eftir flokkum. • draga 10 orð hver, eitt orð úr hverjum bunka. • skrifa lýsingu á persónu út frá þeim orðum sem dregin voru. Dæmi 1 – Skriv ord om en persons udseende m.m. • Udseende: lyshåret, blå øjne, lange arme, korte ben o.s.frv. • Væremåde: tanker, følelser s.s. hjælpsom, sur, irriteret, glad, smiler meget, snakker meget, taler højt o.s.frv. • Sociale forhold: arbejdsløs, mange søskende, enebarn, har mange venner , o.s.frv. Dæmi 2 – Skriv ord om fritid og interesser. • Alle sætter deres 10 ord i en bunke. • Træk 10 ord. • Beskriv din persons interesser ud fra dine ord.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=