Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 RITUN 47 Hugmyndir að ritunarverkefnum Ritunarverkefni geta verið einstaklings-, para- og hópverkefni. Hér á eftir eru nokkur dæmi um mis- munandi verkefni. Ferlisritun (d. process skrivning) Í ferlisritun er verið að þjálfa skipuleg og sjálfstæð vinnubrögð með áherslu á stafsetningu, lestur, skrift, frágang, málfræði og ritleikni (sjá ferlisritun á Læsisvef MMS). Skipta má ferlinu í fimm þrep: 1. Undirbúningur Áður en nemendur byrja á sjálfri rituninni skrifa þeir niður hugmyndir um efnið og gera hugarkort með orðaforða sem tengist efninu. 2. Uppkast Skrifa uppkast þar sem hugmyndir eru settar saman í heilstæðan texta. 3. Umritun Fá endurgjöf frá samnemendum eða kennara um innihald. Umritun þar sem textasmiður bætir við textann, leiðréttir villur, umorðar eða endurraðar. 4. Yfirlestur Textasmiður leiðréttir og fínpússar ritun sína: athugar stafsetningu, málfar og frágang og lagar. Flettir upp í orðabókum og málfræðiheftum. 5. Birting Textinn birtur/afhentur. Leiðarbók (d. logbog) Nemendur halda leiðarbók á dönsku þar sem þeir skrá ýmiss konar vangaveltur varðandi námið og skólann. Leiðarbók er eins konar dagbók þar sem nemendur skrifa daglega eða vikulega stutta lýsingu á því sem gerist t.d. í kennslustundum. Ljóð (d. digte) Nokkrar tegundir ljóða. 1. 8 orða ljóð. Kennarinn skrifar 10 orð á töfluna t.d. sne, brød, dør, hånd, drøm, mørke, se, bog, fugl, hus . Nemendur skrifa ljóð þar sem minnst 8 af orðunum koma fyrir. 2. Ljóð með fáum orðum. • Skrifa 1 orð í fyrstu línu. • 2 orð í næstu línu. • 3 orð í þarnæstu línu o.s.frv. Nemendur halda áfram eins lengi og þeir geta. Í síðustu línu skrifa þeir aftur orðið úr fyrstu línu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=