Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 RITUN 46 Endurgjöf Mikilvægt er að nemendur viti hvað kennari ætlar að meta áður en þeir byrja að skrifa en það getur einnig verið hjálplegt að fá endurgjöf og athugasemdir frá kennara jafnóðum. Ef athugasemdirnar eru of margar, óviðeigandi eða illskiljanlegar eða tónninn er of neikvæður getur það haft þveröfug áhrif og minnkað áhuga og dregið úr kjarki nemenda til að skrifa. Því þarf að gæta þess að fara ekki offari í leiðréttingum. Hér eru nokkrar hugmyndir varðandi endurgjöf • Notaðu t.d. grænan eða bláan penna til að leiðrétta í staðinn fyrir rauðan. • Ræddu umsögnina við nemandann og reyndu að komast að samkomulagi við hann. • Skrifaðu rétt svör á spássíuna. • Strikaðu undir allar villur af ákveðinni gerð í einstökum verkefnum (t.d. allar villur í tíð sagna, allar stafsetningavillur). • Skrifaðu einungis athugasemdir varðandi innihald og skilaboð textans. • Búðu til texta þar sem fram koma atriði sem þú hefur safnað saman úr textum nemenda og þarfnast nánari skoðunar. Leyfðu nemendum að ræða hann í litlum hópum. • Notaðu algengar villur til að búa til æfingar eða leiki þar sem þjálfuð eru þau atriði (t.d. í quizlet, kahoot ...). Nemendur geta líka sjálfir búið til æfingar út frá eigin villum. • Ekki gera sömu kröfur til allra nemenda. Sumir nemendur eiga erfitt með alla ritun. • Ekki þarf að leiðrétta allar villur hjá öllum en taka mið af getu hvers og eins. • Notaðu leiðréttingakóða og skrifaðu hann á spássíuna í verkefni nemandans. Leiðréttinga- kóði er hugmynd sem má nota í efstu bekkjum grunnskóla. Villur eru flokkaðar í stærri og minni villur, allt eftir því hve mikla áherslu kennari leggur á smáatriði. Hlutverk kennarans er að skrifa númer við villur sem hann vill leggja áherslu á. Kennari skrifar leiðréttingakóðann á spássíuna yfir hvað númerin merkja. Einnig getur hann prentað út kóðann fyrir nemendur eða birt af skjávarpa. Hér er hugmynd af leiðréttingakóða sem skipt er í 6 flokka og hver flokkur fær númer. 1. Nafnorð (greinir, fleirtala o.s.frv.) 2. Mynd sagna 3. Ending lýsingarorðs 4. Stafsetning röng 5. Rangt orð 6. Vantar orð Þegar kennari hefur leiðrétt textann með kóðanum fá nemendur verkefnið tilbaka og leið- rétta villurnar sem búið er að merkja við. Þeir mega nota öll þau hjálpargögn sem þeir vilja t.d. orðabækur, texta, netið og málfræðibækur. Þegar nemendur hafa leiðrétt verkefnið sýna þeir kennara að þeir séu búnir að leiðrétta villurnar. Dæmi um leiðréttingu: Nemandi: Dreng sidder på den gul stol . Leiðréttingarkóði: Dreng (1) sidder på den gul (3) stol . Rétt setning: Dreng en sidder på den gul e stol .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=