Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 RITUN 45 Skref í ritun 1. Glósur Nemendur skrifa orð/setningar upp eftir bók eða eftir kennara. 2. Bundnar ritunaræfingar Nemendur skrifa orð og setningar sem svör við bundnum spurningum. Nemandinn hefur lítið val um svör sem og tækifæri til að vera skapandi og skrifa röng svör. 3. Skapandi skrif Nemendur skrifa frjálst út frá eigin forsendum. Nemendur fá hugmynd, byrja að skrifa og leyfa ímyndunaraflinu að stjórna skrifunum. Endurskrifa jafnvel textann aftur og aftur þar til hann smellur að lokum saman. 4. Skrif undir leiðsögn Kennari leiðbeinir nemendum í lengri verkefnum. Verkefnin eru vel afmörkuð þar sem nemendur fá hjálpargögn og ráð, dæmi, fyrirmyndir, ramma, nytsamleg orð og orðasam- bönd o.s.frv. 5. Ferlisritun Nemendur skrifa það sem þá langar til með hjálp, hvatningu og endurgjöf kennara. Kennari aðstoðar nemanda við að finna efni, safna hugmyndum, skipuleggja hugsanir sínar, skrifa uppkast o.s.frv. 6. Skrif án leiðsagnar Nemendur fá verkefni hjá kennara en skrifa frjálst og án leiðsagnar í ritunarferlinu. Leiðbeiningar kennara Hvað getur kennari gert til að leiðbeina nemendum við að skrifa? Það er ýmislegt en hann getur t.d. veitt nemendum tækifæri og aðstoð við að … • velja tegund texta (auglýsing, bréf, ljóð, tölvupóstur, frásögn …). • átta sig á hverjir eru væntanlegir lesendur. • fá hugmyndir. • velja milli hugmynda. • raða niður og skipuleggja hugmyndir (hugtakakort, stikkorð, myndir, gátlistar). • skoða málfræðiatriði og orðaforða sem hentar viðeigandi texta. • gera æfingar sem geta hjálpað þeim með ákveðin atriði varðandi málfarið, t.d. æfa boðhátt ef verkefnið er í boðhætti (t.d. uppskrift eða fyrirmæli), persónufornöfn í þeirri persónu sem við á o.s.frv. • skoða dæmi og fyrirmyndir af svipuðum textum. • skipuleggja textann sinn. • skrifa uppkast. • fá endurgjöf á innihald. • fá endurgjöf á atriðið varðandi tungumálanotkun. • skrifa með öðrum nemanda eða hóp. • gera breytingar og endurskrifa. • skrifa lokagerð af textanum. • finna lesendur við hæfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=