Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 42 • Spurðu stuttra spurninga eða segðu byrjun á setningu til að fá nemendur til að halda áfram með frásögnina t.d. Og så …, Han tog over til …, Hun ville ikke … • Ef nemandi segir orð rangt er hægt að segja það rétt, án þess að fara í málalengingar og einungis ef það skiptir máli fyrir skilning. • Endurtaka orð með réttum framburði, án þess að draga sérstaka athygli að villunni . • Gefa nemendum upp orð og setningahluta sem þá vantar (svo lítið beri á). Framburður Danskur framburður reynist mörgum Íslendingum erfiður. Ein skýring er hinn mikli munur sem er á dönsku tal- og ritmáli. Mikilvægt er að nemendur átti sig á skyldleika dönsku og íslensku og sjái gagnsæi orða, frekar en að leggja ofuráherslu á það sem reynist erfitt. Framburður lærist m.a. með því að hlusta sem mest á tungumálið og með því að fá tækifæri til að tjá sig sem mest munnlega. Nauðsynlegt er þó að þjálfa vel þau atriði sem geta torveldað nemendum að skilja danskt talmál og að gera sig skiljanlega á dönsku. Gott er að æfa framburðaratriði skipulega þannig að þau festist í minni, t.d. að leggja áherslu á að æfa eitt ákveðið framburðaratriði í lengri tíma en ekki að æfa mörg atriði í einu. Áhersluatriði í framburði verða þó alltaf ákvörðun kennarans sem tekur mið af aldri, getu og samsetningu nemendahópsins. Framburður algengra orða Samantektin hér á eftir um framburð er engan veginn tæmandi. Hér er aðeins tekið fyrir það mikil- vægasta til að nemendur geti betur áttað sig á töluðu máli og geti gert sig skiljanlega. Dæmi um það sem reynist nemendum erfitt: D heyrist ekki: manden finde hende under vand skrald falde guld H heyrist ekki: hvem hvad hvor hvordan hvid hvile hviske Sérhljóðar Allir danskir sérhljóðar eru bornir fram öðruvísi á dönsku en á íslensku. Þetta getur valdið ruglingi. Hafa þarf í huga að reglur um framburð sérhljóða eru ekki án undantekninga en ekki er æskilegt að leggja of mikla áherslu á undantekningar. Gott er að kunna skil á þessum sérhljóðum, þar sem þeir eru mjög ólíkir íslenskum framburði. Fram- burður eftirfarandi sérhljóða er svipaður og í íslensku stöfunum. Å borið fram sem O på blå forstå må åben Ø borið fram sem U søster bøger København pølse (undantekning: først, børn) Æ borið fram sem E værelse æble for´ældre læse O borið fram sem Ó skole sover over stod (undantekning: os, bror) Réttar áherslur í dönsku skipta miklu máli til að gera sig skiljanlega/n. Áherslur í algengum orðum lærast smátt og smátt eftir því sem nemendur heyra orðin oftar. Þó má benda á að vitlausar áherslur valda oft misskilningi í samskiptum. TALAÐ MÁL – FRÁSÖGN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=