Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku
Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 41 Fortæl om dig selv • Nemendur eiga að segja frá sjálfum sér. Hugsanlega má gefa upp stikkorð til að leiðbeina nemendum frá hverju þeir geta sagt. Eins getur sá sem hlustar hjálpað ef nemandann rekur í vörðurnar. • Nemendur mynda tvo hringi þar sem innri hringur (A) og ytri hringur (B) snúa andlitum saman (e. inside outside circle). • Nemandi A hlustar á nemanda B, sem stendur á móti honum í ytri hring, segja frá sér. • Nemendur skipta um hlutverk. • Eftir um ½ til 1 mínútu (eftir færni) segir kennari: Byt rolle . Þá er það A sem talar og B sem hlustar. • Eftir um 1 mínútu segir kennari: Ryk en plads til højre . Nemendur í ytri hring færa sig þá um eitt pláss til hægri. Dæmi um efni sem nemendur geta fjallað um: Fortæl om … ○ din fødselsdag ○ familien ○ dit værelse ○ interesser ○ sport ○ fritid ○ skolen ○ hverdagen ○ mobilen ○ weekenden Önnur útfærsla : Þegar nemendur A og B hafa hlustað hvor á annan segja þeir hópnum frá viðmælanda sínum. Þannig má tryggja að nemendur hafi hlustað með athygli. Einnig má stoppa eftir að nemendur hafa hlustað á tvo til þrjá og þá segja nemendur frá síðasta við- mælanda. Endurgjöf fyrir frásögn • Sýndu áhuga og samþykki með því að kinka kolli, halda augnsambandi, segja aha, nemlig, nåh, ja … • Biddu um nánari upplýsingar eða skýringar á því sem er óskýrt á gagnorðan hátt, t.d. með að endurtaka óskýrt orð. • Hvettu nemandann til að halda áfram t.d. með því að endurtaka síðasta orðið. • Spurðu frekari spurninga um það sem nemandinn er búinn að segja til að fá hann til að segja meira s.s. Synes du det? Hvor var det? TALAÐ MÁL – FRÁSÖGN A B
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=