Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 39 Færniþáttur: Talað mál – Frásögn Nemendur þurfa að geta tekið þátt í samræðum á dönsku en einnig að þjálfast í að segja frá. Gott er að þeir í upphafi námsins venjist því að geta sagt frá á dönsku fyrir framan bekkinn. Til að byrja með eru frásagnir stuttar og jafnvel bara örfáar setningar. Eftir því sem kunnátta verður meiri þarf að gera meiri kröfur til framsetningar og um rétt og við- eigandi mál. Dæmi um verkefni • Segja frá með stuðningi lykilorða. • Segja frá með stuðningi mynda. • Flytja frumsamið efni sem nemandi hefur haft tækifæri til að æfa. • Flytja kynningu um undirbúið efni (sem einnig má taka upp á snjalltæki og senda kennara eða sýna bekknum). • Endursegja frásögn eða frétt. • Segja stutta sögu sem nemendur þekkja. Ekki er gert ráð fyrir að þeir lesi söguna upp. • Frásögn með áherslu á ákveðið málfræðiatriði. Nemendur segja t.d. fullt af setn- ingum með áherslu á greini. Frásögnin getur t.d. verið lýsing á mynd/myndum s.s. en stor kat, en stor hund, en stor skoletaske … den store kat, den store hund, den store skoletaske … min store skoletaske . Ekki er æskilegt að nemendur skrifi niður það sem þeir ætla að segja en hafi heldur nokkur stikkorð á blaði. Annars er hætt við að nemendur lesi textann upp en tali ekki blaðalaust. Það er oft erfiðara að skilja það sem nemendur lesa upp en þegar þeir tala frjálst. Hér á eftir má sjá dæmi um fleiri verkefni. Den varme stol Nemendur skiptast á að sitja á „den varme stol“. Stóllinn getur verið í miðjum hring í bekknum, fyrir fram hóp eða fyrir framan bekkinn. Nemandi á að segja frá t.d. • fortæl om noget du er interesseret i. • medbring en ting eller et foto fra da du var lille og fortæl om den/det. • medbring en ting som betyder meget for dig. Fortæl om tingen og hvorfor den betyder meget for dig. Tala um ákveðið efni Gott er að nemendur sem ekki eru komnir langt í náminu tali örstutt (½ mínútu) og síðan má smá saman gera meiri kröfur um tímalengd. Lengja tímann upp í 1 mínútu og loks 2 mínútur þegar nemendur eru komnir í 10. bekk. Mælt er með að nemendur séu í 5–6 manna hópum svo þeir þurfi ekki að hlusta á allar frásagnir. Kröfur þurfa að taka mið af aldri og kunnáttu í tungumálinu og jafnvel vera einstakl- ingsmiðaðar. TALAÐ MÁL - FRÁSÖGN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=