Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku
Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 TALAÐ MÁL – SAMSKIPTI 36 Ákvarðanataka (e. decicion making) og rökræður Þessi aðferð hentar best í eldri bekkjum þar sem nemendur hafa náð töluverðri færni í tungumálinu. Allir meðlimir hópsins (litlir hópar) eru með sömu upplýsingar og þurfa að taka sameiginlega ákvörð- un. Kennarinn þarf að finna verkefni sem vekur áhuga nemenda og hvetur til tjáskipta. Með eða á móti Nemendur fá afhentan miða þar sem kemur fram hvort þeir séu með eða á móti ákveðnum full- yrðingum. Æskilegt er að æfa þennan orðaforða með nemendum fyrir æfinguna: Et vigtigt ordforråd Positivt: Jeg synes ... jeg mener ... jeg tror ... jeg er enig med ... Negativt: Jeg synes ikke ... jeg mener ikke ... jeg tror ikke ... jeg er uenig ... jeg er imod ... Dæmi um fullyrðingu: Der er oversvømmelse og ødelæggelser på din skole efter rigtig meget storm- og regnvejr. Måske må man lukke skolen i nogle dage. • Gruppe/Person 1: Du vil gerne at skolen bliver lukket og at eleverne får fri i en uge . Find 6 argumenter for dit/jeres synspunkt. • Gruppe/Person 2: Du vil ikke at skolen lukker på grund af oversvømmelsen . Find 6 argumenter for dit synspunkt. Það má hugsa sér aðrar útfærslur á verkefninu t.d. að hver hópur er annaðhvort með eða á móti. Að lokum þurfa hópar að komast að niðurstöðu. Hér er dæmi um fleiri umræðupunkta sem nemendur geta rökrætt: • Er du enig eller uenig? Forklar hvorfor . ○ Alle elever skal cykle i skole. ○ Vinterferien skulle være længere end sommerferien. ○ Mandag er ugens bedste dag. ○ Lørdag burde være skoledag. ○ Det er sundt at spise slik hver dag. ○ Alle kæledyr burde være i bure. ○ Sodavand er bedre end postevand. Kröfur til rökræðu þarf að miða við kunnáttu nemenda.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=