Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 TALAÐ MÁL – SAMSKIPTI 33 Dårlige vaner (hlutverkaleikur/rökræður sem henta eldri nemendum) Nemendum er skipt í þriggja manna hópa. Hver nemandi í hópnum fær eitt hlutverkakort sem kennari hefur útbúið, sjá dæmi um hlutverkakort á næstu síðu. Ef ekki stemmir að hafa 3 í hóp, geta þeir verið 4 en þá fá tveir nemendur sama kortið og þá þarf að láta hópinn vita að það séu tveir sem hafa sama slæma ávanann. Hér á eftir eru tillögur að umræðupunktum sem má nota til upphitunar, í lok æfingar eða til að- stoðar við hlutverkaleikinn. Upphitun Hver hópur nefnir yfir bekkinn á dönsku eins marga slæma ávana og þeim dettur í hug á 5 mínút- um (hugstormur). Leiðbeiningar • Nemendur fara í hlutverkaleik og eiga að leika þrjá/fjóra vini sem ræða um slæma ávana sem þeir hafa. • Hver og einn nemandi fær hlutverkakort (sjá hlutverkakort á næstu blaðsíðu) með ákveðnu hlutverki (að hafa slæman ávana) og hefur nokkrar mínútur til að setja sig inn í það hlutverk. Hinir í hópnum mega ekki vita hvað stendur á spjaldi annarra í hópnum. • Kennari útskýrir flókin orð áður en leikurinn hefst. • Nemendur fá 2–3 mínútur til að undirbúa sig og átta sig á hvernig hægt er að útskýra þann ávana sem þeir fengu úthlutað. • Hver og einn segir frá hvaða slæma ávana hann hefur. Hver hópur hefur um 10 mínútur (meira ef þarf) til að spjalla saman og reyna að fá viðkomandi til að breyta ávananum. • Nemendur geta annaðhvort staðið eða setið á meðan þeir ræða saman. • Allir hópar byrja á sama tíma. • Kennarinn gengur á milli og skráir hjá sér algengar málfarsvillur sem koma upp en hann á helst ekki að trufla samræðurnar. • Þegar einn eða tveir hópar eru búnir, fá aðrir hópar 1–2 mínútur til að ljúka við sín samtöl. Umræðupunktar Hægt er að nota umræðupunkta sem upphitun fyrir æfinguna eða sem umræður í lokin. Nem- endur geta farið yfir punktana sjálfir og skráð hjá sér orð, unnið í pörum eða rætt þá í litlum hópum. Einnig getur kennari stýrt umræðu og jafnvel skrifað stikkorð á töflu. • Nævn nogle ting du laver hver dag. • Nævn nogle gode vaner som du har. • Har du nogle dårlige vaner, hvis ja, hvilke? • Kan gruppen komme med gode råd om hvordan man kan komme af med dårlige vaner? • Nævn noget som du skulle lave hver dag, men ikke gør. • Hvad kan du lide at lave? Hvad synes du er sjovt? • Hvor mange timer sover du i gennemsnittet? • Hvor mange timer bruger du på at se tv-serier?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=