Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 TALAÐ MÁL – SAMSKIPTI 32 Hlutverkaleikir Mikilvægt er að skipulag hlutverkaleikja sé gott til þess að þeir gangi vel fyrir sig. Í hlutverkaleikjum er hægt að þjálfa hvaða orð/hlutverk sem er, s.s. að setja sig í hlutverk íþróttafólks, lýsa ákveðnum atburðum, húsgögnum eða sagnorðum s.s. at drikke, at spise, at løbe, at købe , án þess að orðin komi fyrir í framsetningunni. Hvad er ordet? Kennari útbýr miða með ákveðnum starfsheitum eða öðrum orðum á dönsku sem leggja á áherslu á. Nemendum er skipt í hópa. Allir í hópnum draga einn miða og undirbúa sig fyrir að kynna orðið sitt fyrir hinum í hópnum. Þegar nemendur hafa undirbúið sig, útskýra þeir á dönsku fyrir hópnum sínum orðið, án þess að nefna það. Dæmi: Jeg arbejder i en stor bygning. Der er mange mennesker i bygningen. Der er både børn og voksne. Jeg arbejder med børn. Hvem er jeg? [Lærer] Hinir í hópnum eiga að finna út orðið með því að spyrja spurninga. Þeir mega aðeins tala dönsku og spyrja t.d. 10 já og nei spurninga. Aðeins má svara með ja og nej . Allir í hópnum lýsa að minnsta kosti einu orði. Hvem er du? (Samtal og frásögn) Kennari finnur til myndir af fólki eða dýrum. Nemendur tala saman tveir og tveir. Þeir sitja andspænis hvor öðrum. Hver nemandi fær mynd af persónu eða dýri og þeir mega ekki sjá mynd hvor annars. Persónan getur verið þekkt eða bara einhver áhugaverð persóna, t.d. teiknimyndapersóna eða trúður, ræningi, api, köttur o.s.frv. Nemendur svara eins og þeir séu þessi persóna/dýr. A reynir að finna út hver B er. A spyr og B svarar út frá sinni mynd. Dæmi: Hvad hedder du? Hvor gammel er du? Er du en dreng? Bor du i Island? Hvordan ser du ud? Hvad laver du? Er du berømt? O.s.frv. Mælt er með að undirbúa nokkrar spurningar áður en æfingin hefst, t.d. í samvinnu við nemendur. Nemendur skipta um hlutverk – B spyr og A svarar út frá sinni mynd. Að lokum er nemendum skipt upp í litla hópa og þeir kynna viðmælanda sinn. Kynnirinn heldur sinni mynd á lofti (Frásögn: Jeg talte med en mand som hedder … Han er 45 år og han bor i … ). Gott er að miða við lágmarksfjölda setninga í hverri lýsingu, t.d. 5–6.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=