Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 TALAÐ MÁL – SAMSKIPTI 31 Þegar líður á tungumálanámið verða æfingarnar frjálsari þar til að lokum nemendur hafa náð valdi á að tjá sig lipurlega. Mælt er með samtalsæfingum þar sem nemendur vinna saman í pörum eða litlum hópum. Með því vinnst meiri tími fyrir hvern og einn að tjá sig og margir finna sig öruggari í litlum hópi samnemenda frekar en í stórum hópi. 3. Einfalt samtal í hring Einfalt samtal tveggja þar sem verið er að þjálfa að heilsa og kveðja. Kennari æfir með nemendum hvernig samtalið á að vera. Hann getur tekið dæmi með því að tala við einn nemanda. Til að samtalið festist vel í minni er best að nemendur endurtaki samtalið mörgum sinnum. Þá má hugsa sér þessa útfærslu: Uppröðun – hringur (e. inside outside circle) • Nemendur standa og mynda tvo hringi þar sem innri hringur (A) og ytri hringur (B) snúa andlitum saman. • Nemandi A spyr nemanda B sem stendur á móti honum í ytri hring. Dæmi um spurningar: A. Hej. Hvordan går det? B. Hej, det går fint. Hvad med dig? A. Det går fint. Hvad skal du lave når du kommer hjem i dag? B. Jeg skal … A. Skal vi mødes i aften når du er færdig? B. Ja, det er en god idé. Jeg ringer til dig. A. Fint. Vi ses. B. Vi ses. • Eftir um 1 mínútu segir kennari: Byt rolle . Þá skipta nemendur um hlutverk og nú er það B sem spyr A. • Eftir um 1 mínútu segir kennari: Ryk en plads til højre . Nemendur í ytri hring færa sig þá um eitt pláss til hægri og A spyr nemanda B svipaðra spurninga. A B

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=