Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku
Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 TALAÐ MÁL – SAMSKIPTI 30 • Fyrir lengra komna . ○ Skrifaðu sögu eða texta þar sem setningarnar eru (með villum) og láttu nemendur leið- rétta þær í pörum eða litlum hópum. ○ Útbúðu tvö mismunandi verkefni A og B. Verkefnin innihalda sömu setningar, en í A eru ákveðnar setningar réttar sem eru rangar í B og öfugt. Skiptu nemendum í litla hópa. Helmingur fær blað A og hinn B. Nemendur ræða hvort setningarnar séu réttar eða rang- ar. Í lokin má bera saman blöð A og B. Ýmsar leiðir til að þjálfa talað mál Hægt er að fara ýmsar leiðir til að þjálfa talað mál, hér eru dæmi um einföld samtöl: 1. Paraæfing Nemendur virða fyrir sér myndir. Annar nemandi spyr og hinn svarar samkvæmt mynd- unum. Þetta er einfalt form og nemendur ráða við þetta frá byrjun. Hægt er að gera ein- staklingsmiðaðar kröfur til samtals. Dæmi: A. Jeg er sulten. Skal vi ikke ha‘ noget at spise? B. Ja/Jo, jeg er også sulten. … 2. Tapað/fundið – samstæðuspil Kennari prentar út myndir af flíkum og fylgihlutum eða öðrum hlutum sem gott er að nem- endur þekki. Tvö eintök af sömu mynd. Kennari skiptir nemendum í 2–4 hópa. Einn nemandi í hverjum hópi verður „starfsmaður“ í tapað fundið. Hann fær mynd af hverri og einni flík/ fylgihlut en aðrir nemendur skipta á milli sín samskonar myndum. Nemendur, einn í einu, lýsa flíkinni/fylgihlutnum sem þeir eru að leita að á dönsku í 3–5 setningum, t.d. jeg har tabt min røde hættetrøje – den har lynlås – den har et logo på venstre arm . „Starfsmaðurinn“ afhendir viðkomandi myndina af umræddri flík/fylgihlut. Síðan er hægt að skipta um nemanda í óskilamunadeildinni. Önnur útfærsla : Nemendur fá kort með myndum á af fötum og fylgihlutum. Þeir ganga um og spyrja hver annan hvort þeir séu með samskonar spil. Dæmi: Har du et gult halstørklæde med sorte prikker? Ef nemandi hefur ekki mynd af því, lýsir hann sinni mynd og segir: Nej, det har jeg ikke, men jeg har et grønt, ensfarvet halstørklæde .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=