Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 TALAÐ MÁL – SAMSKIPTI 29 Að halda samtali/umræðu gangandi • Rammaðu umræðuna inn . Ekki ætla þér og nemendum um of. Stundum er betra að ræða um einfalda hluti en flókin viðfangsefni. Hægt er að ræða t.d. um einhverja einfalda mynd, hvað nemendur gerðu um helgina eða einhvern texta sem þið voruð að lesa. • Áætlaðu tíma fyrir undirbúning . Nemendur þurfa oft nokkurn tíma til að undirbúa umræður, t.d. lesa um svipað efni, hugsa um hvað þeir ætla að segja, fletta upp orðum og skrá stikkorð. • Áætlaðu tíma fyrir æfinguna . Gott er að setja nemendum tímamörk t.d. fyrir samtalsæfingar, þannig að nemendur þurfa að halda sig við efnið en fái ekki tíma til að ræða eitthvað annað og þá jafnvel á íslensku. • Ekki trufla flæðið . Ef hægt er, er mikilvægt að trufla sem minnst flæðið í samræðum nemenda. Ekki leiðrétta nemendur eða spyrja þá spurninga meðan þeir ræða saman . Mikilvægt er að kennari fylgist vel með hverjir gefa vísbendingu um að þeir vilji segja eitthvað. Hann getur þá hvatt þá áfram með smá bendingu eða sagt á sem eðlilegastan hátt: Ása, hvad synes du? • Ekki leysa heimsins vandamál, bara þau smáu . Í staðinn fyrir að láta nemendur ræða almenn umræðuefni t.d. Hvad kan I sige om den globale opvarmning? getur verið skilvirkara að ræða smærri vandamál sem þeir geta sett sig inn í og hafa orðaforða um. Hægt er að skipta nemendum í litla hópa og biðja þá um að skrifa niður 3 atriði sem þeir hafa áhyggjur af varðandi t.d. símanotkun. Þeir geta svo komið með eina til tvær hugmyndir varðandi lausnir. • Gefðu nemendum hlutverk . Stundum getur verið gott að gefa nemendum hlutverk, svo þeir tali máli annarrar persónu og eru ekki eins berskjaldaðir t.d. Du er lærer/et forælder/den optimiske/den sure . Nemendur fá mynd af einhverri óþekktri persónu eða fá hlutverkakort (sjá Hlutverkaleikir á bls. 32) . • Brjóttu eigin reglur . Stundum koma upp tækifæri til umræðna sem maður vill ekki missa af (eitthvað gerðist í fréttum eða í skólanum) og þá er gott að stökkva á það tækifæri og ræða um. Mundu að það getur stundum verið nauðsynlegt að vera hvatvís og brjóta eigin reglur. Endurgjöf Mörgum kennurum finnst óþægilegt að heyra nemendur tala mjög vitlaust í samræðum við sam- nemendur og að fá ekki að leiðbeina þeim samstundis. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig hægt er að veita nemendum endurgjöf eftir að þeir eru búnir að tala saman: • Skrifaðu nokkur stök orð og setningar sem nemendur notuðu á rangan hátt í æfingunni og ræddu þær við nemendur eftir æfinguna án þess að nefna nöfn. Mikilvægt er að takmarka þessa yfirferð og taka eingöngu það sem var algeng villa og getur truflað skilning. Hægt er að segja t.d. Ég heyrði að einhver sagði … en það á að segja … Skrifaðu að lokum rétt orð á töfluna . • Búðu til æfingu eða texta sem inniheldur orð og/eða setningar með orðum sem nemendur gerðu villur í samtalsæfingu. Þannig er hægt að þjálfa þau atriði aftur. • Láttu nemendur þýða setningar með algengum orðum og orðasamböndum yfir á íslensku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=