Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 TALAÐ MÁL – SAMSKIPTI 28 Að hvetja til tjáningar Það getur verið töluverð áskorun fyrir kennara að fá nemendur til þess að tjá sig á dönsku. Því getur verið gott að hafa eftirfarandi í huga: 1. Áhugavert umfjöllunarefni og stikkorð Í umræðu er mikilvægt að nemendur hafi orðaforða um efnið sem er til umræðu og áhuga á því sem er til umfjöllunar. Nemendur þurfa líka að hafa stikkorð til að vinna út frá og glæða samtalið lífi t.d. spurningar, setningar eða styttri texta (s.s. frétt, samtal …). Gott er að hafa fleiri spurningar eða litla texta til að koma nemendum áfram ef þeir telja sig hafa „tæmt“ umræðuefnið. 2. Að skipuleggja samtal Helsta hlutverk kennarans er að skipuleggja umræðu og sjá til þess að allir nemendur fái að taka þátt. Hann þarf að sjá til þess að samtalið verði ekki einhæft eða of stirt og þarf því einstaka sinnum að bæta einhverju við umræðuna til að viðhalda áhuganum. Kennari þarf að varast að tala of mikið og taka þannig of mikinn taltíma frá nemendum. 3. Að þegja Flestir kannast við að tala í hringi. Kennarinn segir eitthvað en þar sem hann fær engin viðbrögð bætir hann einhverju við, fær engin viðbrögð og heldur áfram að tala. Þótt það geti verið óþægilegt að fá ekki viðbrögð, sérstaklega til að byrja með, er betra að setja fram skýra spurningu og þegja svo, jafnvel í töluverðan tíma. Nemendur fá þá tækifæri til þess að orða svarið og rjúfa þögnina. Það að kennari haldi áfram að svara spurningum og spyrja nýrra spurninga getur haft þveröfug áhrif á nemendur. Þeir ruglast í ríminu og þeir sem ætluðu sér að svara voru kannski svolítið hægir og hætta jafnvel við að svara spurningum. 4. Að spyrja opinna spurninga Þegar koma á af stað umræðum er alltaf betra að nota opnar spurningar (hvar, hver, hvað, hvernig), í stað spurninga sem hægt er að svara með já eða nei. Í staðinn fyrir að spyrja Synes I unge spiser for meget slik? mætti spyrja Mange voksne siger at unge spiser for meget slik. Hvad synes I om det?/ Hvad siger I til det? 5. Að ögra nemendum Þegar umræður eru í gangi getur verið gagnlegt að koma viljandi með mótrök eða andstæðar skoð- anir, til að halda lífi í umræðunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=