Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 TALAÐ MÁL – SAMSKIPTI 27 Byrjendur – samtalsæfingar • Samtalsæfingar þurfa að vera einfaldar til að byrja með og ekki of langar. • Nemendur vinna í pörum eða litlum hópum. • Æfingar þurfa að vera stýrðar. • Mælt er með að æfingin feli í sér að nemendur leysi verkefni í sameiningu þar sem því verður við komið, þannig einbeita þeir sér frekar að því sem hinn aðilinn segir. Dæmi um einföldustu gerð samtalsæfinga: • Leika tilbúin handrit af samtölum eða læra örstutt samtöl utanbókar. • Gefa öðrum leiðbeiningar (ná í ákveðna hluti, fara á ákveðna staði, hreyfa sig á ákveðinn hátt, t.d. ræk hånden op, smil, kig til højre). • Leikir og spil þar sem munnlegi þátturinn er aðal atriðið. Sjá dæmi um hlutverkaleiki á bls. 32. • Spurt og svarað. • Tænk på et dyr/person/en ting. ○ Nemendur fá myndaseríu með t.d. dýrum, fötum, persónum o.s.frv. ○ Nemandi A hugsar um eina af myndunum, t.d. eitt dýr. ○ Nemandi B reynir að finna út með spurningum hvað A er að hugsa um án þess að nefna dýrið. T.d. Er det et brunt dyr? Findes der sådan et dyr i Island? O.s.frv. • Tænk på én i klassen. ○ Nemendur vinna í pörum eða litlum hópum. ○ Gott er að rifja fyrst upp orð um útlit, föt o.fl. ( mørkhåret, lyshåret, rødhåret, lang- håret, korthåret, blå øjne, til venstre, til højre, ved siden af en lyshåret pige, …). Nemandi A ○ Nemandi A hugsar sér einn nemanda í bekknum. ○ Nemandi A svarar spurningum B aðeins með ja og nej . Nemandi B ○ Nemandi B spyr um nemandann sem A er að hugsa um. ○ B reynir að finna út hvern A er að hugsa um. Hámark t.d. 20 spurningar. Dæmi um spurningar: • Er det en pige? • Er han/hun til venstre for os? • Har han/hun kort hår? • Er han/hun mørkhåret? • Har han/hun blå sokker på? • O.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=