Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 26 TALAÐ MÁL - SAMSKIPTI Færniþáttur: Talað mál – Samskipti Mikilvægt er að nemendur venjist því að tala erlenda tungumálið frá upphafi tungumála- námsins og fái næg tækifæri til að spreyta sig á notkun þess í kennslustundum. Hvetja þarf nemendur til að nota dönskuna eins mikið og þeir geta og kennari þarf að leggja sig fram um að skapa aðstæður sem gera það mögulegt. Nemendur þurfa að fá næg tækifæri til að nota málið í merkingarbæru samhengi og út frá eigin forsendum. Til að hámarka þann tíma sem hver nemandi fær tækifæri til að tala málið er mælt með sam- talsæfingum sem fara fram í pörum eða í litlum hópum. Nemendur þurfa að fá tækifæri til að tala dönsku í hverri kennslustund. Í upphafi náms- ins er um einföld orðaskipti að ræða en eftir því sem orðaforðinn eykst þarf að gera síauknar kröfur. Það er eðlilegt að nemendur geri villur þegar þeir eiga í samskiptum sín á milli og kennari ætti ekki að ganga hart fram í að leiðrétta þær, því það getur dregið úr nemendum kjarkinn. Sjálfstraust er það sem þarf þegar verið er að byggja upp færnina og því þarf að leyfa nemendum að spreyta sig á málinu óhindrað. Þeir þurfa að átta sig á að það er eðlilegur liður í máltökunni að gera villur. Mikilvægt er að draga fram kunn- áttuna en ekki að einblína á það sem er ábótavant. Kennari getur gengið á milli nemenda og punktað hjá sér algengustu villurnar, sem hann svo getur farið yfir með nemendum eftir að þeir hafa gert æfinguna. Til þess að nemendur fái næg tækifæri til að þjálfa sig í munnlegum samskiptum í kennslu- stundum þarf að nota fjölbreyttar æfingar sem í fyrstu eru stýrðar en verða svo smám saman opnari. Um samtalsæfingar • Samtalsæfingar þurfa að tengjast efni og orðaforða sem búið er að vinna með. • Mikilvægt er að nemendur hafi vald á þeim orðaforða sem nota á í æfingunni. • Æfingar eiga að vera vel undirbúnar og nemendur þurfa að skilja hvers ætlast er til af þeim. • Fyrirmæli frá kennara þurfa að vera skýr. • Ekki er ráðlegt að gera kröfur til að nemendur tali alveg rétt mál. • Varist að grípa fram í fyrir nemendum á meðan þeir tala dönsku. • Varist að leiðrétta nemanda sem er að tala. Algengustu villur má taka fyrir á töflu að æfingu lokinni. • Munið að hvetja og hrósa nemendum. • Kennarar ganga á milli nemenda á meðan samtalsæfingar fara fram og aðstoða ef þörf krefur. • Ágætt er að taka stikkprufur eftir æfingar til þess að heyra hvernig nemendum tókst til.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=