Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 HLUSTUN 24 5. Dictogloss Dictogloss er útfærsla af upplestri til (orðréttrar) ritunar (d. diktat), þar sem texti er lesinn hátt tvisvar eða oftar á eðlilegum hraða. Nemendur skrifa stikkorð og setningabúta þegar kennari gerir hlé eftir annan eða þriðja lestur. Athugið að ekki á að gera hlé á hverjum lestri en lesa hann allan í einu. Markmiðið er að æfa færni nemenda til að skilja talað mál og æfa réttritun með því að skrifa um efni byggt á orðaforða, sem þeir hafa unnið með. (Hlustun/ritun) Mælt er með að hafa textann stuttan og með orðum sem nemendur þekkja. 1. Kennari les upp stuttan texta/frásögn tvisvar eða oftar án þess að gera hlé. Nemendur hlusta á meðan. 2. Þegar upplestri lýkur reynir hver nemandi fyrir sig eftir bestu getu að skrifa textann upp. Best er að nemendur byrji á að skrifa stikkorð og brot úr setningum. 3. Kennari les síðan textann upp aftur og aftur eða eins oft og þörf krefur. 4. Síðan vinna nemendur saman í pörum, bera texta/orð sín saman og reyna nú að endur- skrifa textann orðrétt. 5. Að lokum fá nemendur að skoða til samanburðar rétta textann. Fleiri leiðir til að þjálfa hlustun • Samtöl (kennari – nemandi, nemandi – nemandi). • Kennari talar dönsku í kennslustundum. • Nemendur tala dönsku, t.d. í frásögnum eða kynningum. • Ýmsar spurningar bornar upp á dönsku af kennara, undirbúnar eða óundirbúnar. • Hlusta á leiðarlýsingu og merkja á kort. • Hlusta á lýsingu á mynd. Merkja við það sem ekki er á mynd eða öfugt. • Kennari eða nemandi segir frá einhverju ákveðnu og nemendur hlusta. • Hlusta á einfalda frásögn í hljóðvarpi eða af dönskum fréttamiðli (með verkefni). • Horfa á stutta, danska þætti á YouTube (með verkefni). • Hlusta á stutta frásögn og geta sér til um hvað gerist næst, áður en hlustað er á endirinn. • Kennari les upp stuttan texta sem nemendur hafa lesið áður. Kennari breytir nokkrum stað- reyndum í lestrinum. Nemendur finna út hverju hefur verið breytt og punkta hjá sér. • Stuttar, upplesnar sögur/frásagnir/ fréttir með verkefnum. • Tónlist með verkefnum úr textanum. ○ Nemendur hlusta og skrifa niður öll orð sem þeir heyra (bara stikkorð) ○ Síðan er farið yfir orðin á töflu. ○ Nemendur fá verkefni sem þeir skoða (og jafnvel spreyta sig á). ○ Hlusta aftur eins oft og þurfa þykir. ○ Nemendur ljúka við verkefnið. ○ Nemendur skoða hvort þeir hafa giskað rétt. Ef myndband með laginu er aðgengilegt er gaman að leyfa nemendum að horfa á það í lokin. Einnig væri líka hægt að vera með nokkrar spurningar úr myndbandinu eins og t.d. rétt/rangt spurningar: Manden på billedet har en sort hættetrøje på …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=