Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 HLUSTUN 20 Skipulag hlustunaræfinga Skipuleggja má hlustunaræfingar á eftirfarandi hátt: 1. Kveikja • Kynning á efni. • Skoða myndir tengdar efninu. • Umræður. 2. Áður en hlustað er Hlustun þarf að tengjast efni og orðaforða sem unnið hefur verið með. • Kynna umhverfi hlustunar s.s. hvar frásögn/samtal fer fram. • Skoða verkefni/spurningar. • Vinna með orðaforða tengdan hlustuninni. • Spá fyrir um (hvað sé að fara að gerast, hverjir eru að tala saman, hvað gæti verið rétt svar …). Útskýra vel hvað ætlast er til að nemendur geri í æfingunni. 3. Á meðan hlustað er • Spila hlustun (eins oft og þurfa þykir). • Minna á að nemendur þurfi ekki að skilja allt heldur bara nógu mikið til þess að leysa verkefnið. • Þó má ætla getumeiri nemendum að hlusta eftir einhverju meiru en ætlast er til af flestum nemendum. 4. Endurgjöf • Ræða við nemendur um hvernig gekk. • Náðu nemendur að ljúka við verkefnið? • Fara yfir svörin munnlega/ bera saman svör. • Ekki byrja að spyrja annarra spurninga en þeirra sem eru í verkefninu. 5. Vinna með liði 2–5 eins oft og þarf. • Útskýra eitthvað betur. • Hlusta aftur … 6. Ígrundun • Binda lausa enda. • Tengja verkefnið við frekara nám/önnur verkefni. • Fara yfir hvað nemendur lærðu á verkefninu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=