Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 19 HLUSTUN Færniþáttur: Hlustun Hlustun er stór þáttur í mannlegum samskiptum og því er hlustunarþjálfun mikilvægur liður í tungumálanámi. Hlustun eykur orðaforða og málskilning, eins og lestur, og því er mikilvægt að nemendur heyri dönsku í öllum kennslustundum. Góð regla er að kennarar noti sem mest dönsku til tjáskipta í kennslustundum frá upphafi tungumálanámsins og gefi þannig nemendum tækifæri til að heyra/nota dönsku við raunverulegar aðstæður. Byrjendur eiga oft erfitt með að greina stök orð og átta sig ekki alltaf á hvenær orð byrjar og hvenær það endar. Því meira sem nemendur heyra dönsku þá smám saman átta þeir sig á orðunum og fara um leið að skilja meira. Nemendur sem hafa náð góðum tökum á bæði málfræði og orðaforða geta samt átt erfitt með að skilja talað mál. Ástæðan fyrir því getur m.a. verið að: 1. margir tala hratt. 2. margir tala óskýrt. 3. erfitt reynist að átta sig á stökum orðum. 4. framburður er ólíkur ritmáli. 5. áherslur skipta miklu máli við skilning. 6. erfitt getur reynst að velja úr þau atriði sem eru mikilvægust fyrir skilning á því sem verið er að tala um. Nemendur þurfa að • venjast því að hlusta án þess að skilja hvert orð. • fá þjálfun í að greina og skilja aðalatriði. • vera óhræddir við að giska á merkingu út frá samhengi. Nemendur geta verið hlustendur og í samtölum eru þeir einnig mælendur. Því meiri þekkingu sem nemendur hafa á viðfangsefninu og því meiri orðaforða sem þeir hafa um efnið því auðveldara er fyrir þá að skilja það sem sagt er. Hlustun þarf að tengjast efni og orðaforða sem verið er að vinna með hverju sinni. Mælt er með að vera með einhvers konar undirbúning fyrir hlustun. Rifja t.d. upp orðaforða úr námsefninu sem nemendur þurfa að þekkja til að átta sig á innihaldi efnisins. Gæta þarf þess að þessir nemendur fái mörg tækifæri til að hlusta á fjölbreytt efni. Þrep innan hlustunar eru til dæmis: Skilja einfalt mál er varðar nemandann sjálfan og hans nánasta um- hverfi. Geta fylgt meginþræði og áttað sig á heildarsamhengi með því að hlusta t.d. á stutta frásögn eða sögu. Skilja aðalatriði í t.d. fréttum og stuttum frásögnum. Skilja tal tveggja t.d. samtöl eða viðtöl er tengjast viðfangsefni námsins. Skilja til að bregðast við t.d. í samtali og nemandi sýnir skilning með því að bregðast rétt við. Skilja nákvæmlega ákveðin atriði t.d. tilkynningar, leiðbeiningar, upplýsingar og fyrirmæli t.d. frá kennara. Til að virkja nemendur á meðan þeir hlusta og til að þeir haldi einbeitingu er mikilvægt að þeir vinni verkefni þar sem þeir sýna skilning á því sem þeir heyra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=