Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 ORÐAFORÐI 18 23. Nemendur fá ljósrit með mynd t.d. af eldhúsi. Í hvert sinn sem nemendur læra nýtt eldhúsorð skrifa þeir það inn á myndina. Útfærsla: Þegar nemendur eru komnir með nokkuð mörg eldhúsorð skrifa þeir setningar með eldhúsorðunum og bæta inn t.d. lýsingarorðum. Einnig má gera kröfur um að hver setning sé ákveðin mörg orð að lágmarki. Dæmi: Vi har et stort, gammelt spisebord i køkkenet hvor vi sidder og hygger os når vi kommer hjem . Verkfæri til að útbúa orðaforðaverkefni Classtools Nemendur tengja saman 4 orð sem passa saman og reyna að finna út hvað þau eiga sam- eiginlegt. Veitt eru 1–8 stig. Puzzlemaker Hér getur kennari eða nemendur búið til krossgátur, orðarugl og fleira. Ath. að það þarf að setja inn å og ø handvirkt. Kahoot Gott forrit til að fá nemendur til að rifja upp atriði úr texta, orðaforða eða málfræði og keppa um hver er fljótastur að svara rétt. Quizlet Quizlet er mjög auðvelt forrit að vinna með. Hægt er að nota það til að æfa orðaforða, málfræði, upprifjun á texta eða efni með spurningum og svörum. Einnig hefur Quizlet ýmis skemmtileg spil til eins og „scatter, quiz, speller“ og „spacerace,“ þar sem nemendur geta þjálfað og keppt við hver annan um hversu fljótir þeir eru að svara. Ítarefni Orðaforði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=