Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 ORÐAFORÐI 16 6. „Hjerne dumping“ Nemendur rifja upp og skrifa niður öll orð/lykilorð sem þeir lærðu í dag/gær/í ákveðnu verkefni … 7. Raða orðum eftir svipaðri merkingu. Það má t.d. gera í forriti eins og Classtools – Connect Fours. Dæmi: en hånd*et håndled*en albue*en finger*EN ARM et rækkehus*en villa*et telt*en hytte*ET HJEM en tå*et lår*en ankel*en fod*ET BEN et æble*en appelsin*en kiwi*et jordbær*FRUGT/-ER 8. Para saman orð, þýðingar, orðskýringar á dönsku, samheiti/andheiti. 9. Búa til flettispjöld með orðum og nota þau aftur og aftur. 10. Krossgátur með orðaforða sem búið er að vinna með. 11. Ritun. Nemendur skrifa út frá eigin forsendum og nota orð sem þeir vilja festa í minni. 12. Nemendur búa til orðaforðaverkefni handa hver öðrum. Dæmi: krossgátur, orðarugl o.fl. 13. Orðaleikir og spil. Dæmi: galgen (hengimaður), memory (samstæðuspil), stafarugl, orðabingó o.fl. 14. Leika „actionary“ þar sem nemendur skiptast á að leika orð eða orðasambönd og hinir giska. Kennari getur líka leikið orð fyrir nemendur. 15. Leikir þar sem orð eru útskýrð með öðrum orðum en því sem leitað er eftir. Dæmi: Nemandi fær mynd af ís. Hann á að útskýra af hverju myndin er án þess að segja orðið ís. T.d. den er kold, den smager godt, man kan bede om at få en stor eller en lille … 16. Kennari/nemendur lesa upp danska orðabókalýsingu (það má alveg einfalda/aðlaga þær svolítið) og nemendur eiga að giska á orðið. Þetta gæti líka verið skrifleg æfing. T.d. et dyr med næb og vinger som kan flyve = fugl. 17. Nemendur hlusta á lag og skrifa niður öll orð sem þeir heyra. 18. Hægt er að raða orðum upp á línu eftir vægi. Dæmi: • Altid – ofte - nogle gange – sjældent – aldrig • Ældgammel – meget gammel – gammel – nylig – ny – helt ny – splinterny 19. Nemendur ganga um og safna orðum með því að spyrja hvern annan Dæmi: Hvilke ord forbinder du med ordet is? (Fx dejlig, kold, smager godt, slik) Nævn 5 dyr som bor i Afrika. (Fx løve, giraf, zebrahest, elefant, næsehorn) Nævn 5 familieord. (Fx mor, far, søster, farfar, bedstemor) Nævn 5 ting som findes i køkkenet. (Fx et køleskab, en kaffemaskine, en kop, en ske, en tallerken)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=