Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 14 ORÐAFORÐI Orðaforði Undirstaða allrar málnotkunar er að hafa orð á valdi sínu til að tjá hugsanir sínar og átta sig á merkingu orða. Mikill munur er á að skilja orð í samhengi í texta við lestur og í hlustun (óvirkur orðaforði) og að geta tjáð hugsanir sínar í tali og ritun (virkur orðaforði). Mikilvægt er að nemendur læri sem fyrst daglegan orðaforða svo að þeir geti skilið og tjáð sig um það sem stendur þeim næst. Þannig fá þeir á tilfinninguna að þeir séu að læra tungumál sem þeir geta tjáð sig á. Mælt er með að nemendur vinni með orðaforða í mismunandi samhengi bæði í sam- skiptum og einnig í orðaforðaæfingum. Til að nemendur muni orð þurfa þeir að sjá þau oft og mörgum sinnum í mismunandi samhengi og vinna með þau bæði munnlega og skriflega. Til að nemendur tileinki sér nýjan orðaforða er mikilvægt að þeir fái tækifæri til að velta orðum og merkingu þeirra fyrir sér og vinna með fjölbreyttar æfingar. Hafa þarf í huga að orðaforði er ekki einungis stök orð sem hægt er að fletta upp í orða- bók. Orðaforði er: Stök orð eða samsett orð (enkelte ord og sammensatte ord) en hund, en bil, et bord, en lufthavn, himmelblå Orð sem oft raðast saman (kollokationer/sammenstillede ord) lyst hår, bange for, gå amok, glad for Orðasambönd (chunks) Jeg kan lide at … Hvad er klokken? Vil du være så sød at … Jeg glæder mig til ... Föst orðasambönd ( orðatiltæki ) (idiomatiske vendinger) At have ild i røven. At have hjertet på rette sted. Setningarfræði (að geta búið til nýjar setningar og orðasambönd með því að tengja saman orð og málfræði) Jeg vil gerne kunne sige min mening på dansk. Hvernig lærum við orð? Til að læra ný orð þarf að veita þeim athygli, velta þeim fyrir sér og vinna með þau á fjölbreyttan hátt. Til dæmis með því að endurtaka orðin með reglulegu millibili í mis- munandi samhengi. Dæmi um orðaforðaverkefni: 1. tengja orð við myndir. 2. teikna myndir við orð. 3. flokka orð eftir merkingu, ritunarhætti, sérkennum o.s.frv. Orð um mat má t.d. flokka á ýmsan hátt, s.s. grænmeti, mjólkurvörur, ávextir ... Orð um tilfinningar geta t.d. verið: hader, elsker, kan godt lide, kan ikke lide, nervøs, spændt, bange, forbavset, glad … 4. skoða dansk-danskar orðabækur. Þær útskýra orð með fleiri orðum og eru með dæmi um hvernig orðið er notað í samhengi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=