Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 LESSKILNINGUR 13 Upplestur á dönsku Upplestur á dönsku getur hentað vel til þess að fá nemendur til að átta sig á innihaldi textans áður en unnið verður áfram með hann. Ekki er mælt með að leiðrétta nemendur þegar þeir lesa upphátt á dönsku. Mikilvægara er að draga fram kunnáttuna en ekki að einblína á það sem er ábótavant. Dæmi um upplestraraðferðir: • Nemendur lesa nokkrar línur til skiptis. • Nemendur lesa t.d. eina setningu hver. • Nemendur sitja með heyrnartól og lesa upphátt án þess að trufla aðra. • Hóplestur – allur bekkurinn eða litlir hópar lesa saman. • Keðjulestur: 1. Einn nemandi byrjar að lesa. Aðrir fylgjast með. 2. Allt í einu stoppar kennari upplesturinn t.d. í miðri setningu og annar nemandi tekur við. 3. Áfram koll af kolli. • Nemendur lesa upphátt heima. Sumum nemendum hentar betur að lesa upphátt til að ná einbeitingu. Þannig virkja þeir fleiri skynfæri og æfa sig í tali, hlustun og lestri. • Nemendur taka upp eigin lestur á snjalltæki og senda kennara. • Paralestur 1. Lesari 1 les 1–2 setningar. 2. Lesari 2 hlustar og hjálpar með erfið orð. 3. Lesarar skiptast á að lesa og leiðbeina. • Hóplestur 1. Nemandi 1 les nokkrar línur. 2. Nemandi 2 endursegir stuttlega aðalatriði textans. 3. Nemandi 3 flettir upp orðum ef þarf. 4. Aðrir í hópnum aðstoða. • Hlutverkalestur (samvinnunám). Nemendum er skipt í þriggja manna hópa. 1. Nemandi 1 les upphátt. 2. Nemandi 2 tekur saman aðalatriðin (munnlega eða skriflega). 3. Nemandi 3 skiptir textanum í búta og gefur hverjum bút fyrirsögn. 4. Nemendur í hópnum bera saman bækur sínar um niðurstöður. Mikilvægt er að nemendur ræði það sem þeir lesa og reyni að giska á merkingu orða áður en þeim er flett upp. Ítarefni Að vakta lesskilning – lestrarhnútar Að hugsa upphátt við lestur Kórlestur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=