Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku
Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 LESSKILNINGUR 12 • Eftir að nemendur hafa lesið textann er gagnlegt að vinna verkefni þar sem unnið er með orðaforða og innihald texta til m.a. að festa orð í minni. Gott er að láta reyna á sem flesta færniþætti og hafa verkefnin skapandi. Dæmi: ○ Skipta texta í nokkra búta t.d. eftir greinaskilum og gefa hverjum bút fyrirsögn. ○ Fara í hlutverkaleiki. ○ Búa til stutta frásögn eða leikþátt. ○ Ljúka við/botna setningar tengdar textanum. ○ Skapa umræður eða rökræður. ○ Vinna skrifleg verkefni t.d. breyta texta/textabút í annað form. ○ Tengja texta við nemendur persónulega, skriflega eða munnlega. ○ Taka viðtöl við hvert annað um innihald. • Vinna að skapandi verkefnum er tengjast mismunandi færniþáttum. Dæmi: ○ Gera stuttan leikþátt upp úr texta, myndasögu eða við mynd. Taka hann t.d. upp í síma og sýna bekknum. (Frásögn/Samskipti) ○ Skrifa um eða segja frá myndinni sem fylgir textanum. (Frásögn/Ritun) ○ Búa til myndasögu. Skrifa það sem persónurnar segja hver við aðra. (Samtal/Ritun) ○ Leysa krossgátur eða aðrar þrautir sem byggðar eru á orðaforða textans. (Lesskilningur/ Orðaforði) ○ Skrifa nokkrar setningar um innihald textans. (Ritun) ○ Velja ákveðna málfræðireglu úr textanum og vinna með í ýmsum æfingum (Ritun/Mál- notkun) ○ Finna á netinu fleiri upplýsingar um það námsefni sem verið er að vinna með hverju sinni, t.d. um Tivoli (Tak) , Hekse (Tak) , I Metroen (Smil) , Rundt i Danmark (Smil) og Dyr i Danmark (Smart). Segja frá efninu, skrifa um það eða gera veggspjald. (Lestur/Orða- forði/Frásögn/Ritun/Menningarmiðlun) ○ Tengja innihald textans eigin reynslu t.d. „Har du prøvet eller oplevet noget lignende?” (Frásögn/Ritun) ○ Tveir nemendur leika hlutverkaleik út frá tveimur aðalpersónum í texta t.d. í spurning- um og/eða skoðanaskiptum. (Lestur/Samtal) ○ Endurskrifa eða segja aðalatriði frásagnar en breyta t.d. lýsingarorðum og/eða nafn- orðum. (Ritun/Málfræði/Frásögn) ○ Setja atriði textans á tímalínu myndrænt og/eða í ritun. (Ritun/Lestur) • Ljúka/ígrunda kennslustund. Dæmi: ○ Ganga frá lausum endum. ○ Fara yfir hvað hefur verið skoðað og rannsakað. ○ Fara yfir með nemendum hvað þeir hafa lært. ○ Nemendur hugleiða kennslustundina með því að skrá hjá sér nokkur atriði eftir fyrir fram gefnum aðferðum t.d. skrifa í leiðarbók. ○ Nemendur skrá hjá sér 3 atriði sem þeir lærðu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=