Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 LESSKILNINGUR 11 Eftir lestur – Efter læsningen Til að nemendur átti sig betur á innihaldi texta getur verið gott að ræða um það áður en skrifleg lesskilningsverkefni eru unnin. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig vinna má munnlega með innihald texta eftir lestur: • Kennari spyr efnisspurninga á dönsku – og nemendur svara á dönsku. Til dæmis: Hvad handler teksten om? Hvem er hovedpersonen? Hvorfor …? Hvordan …? Kennari getur spurt einstaklingsmiðaðra spurninga, þannig fá nemendur sem eru óöruggir léttari spurningar en þeir sem eru öruggari. • Paravinna . Nemendur útbúa spurningar fyrir hver annan úr efni texta. Þeir skiptast á að spyrja og svara. • Kennari ræðir texta við nemendur og spyr spurninga . • Nemendur segja í stuttu máli á dönsku um hvað textinn fjallar . • Nemendur segja í stuttu máli á íslensku um hvað textinn fjallar . • Nemendur finna nýja fyrirsögn við texta. • Nemendur spyrja spurninga úr texta yfir bekkinn . Hver nemandi finnur til eina spurningu og svar. Nemandi getur skrifað spurninguna niður ef honum finnst það auðveldara. Hér er fyrst og fremst verið að vinna með lesskilning, hlustun og tal (samskipti og frásögn). Dæmi: Min farmor, bls. 19 í námsefninu Tak. Um myndina ○ Hvem er personerne på billedet? ○ Hvor tror du billedet er fra? ○ Hvad kan du se på billedet? ○ Hvad har Andrea på? ○ Hvad har farmor på? ○ Hvad tror du farmoren tænker? ○ Hvad tror du Andrea tænker? Um textann ○ Hvad står der i teksten? ○ Hvorfor tør folk ikke altid sige deres mening? ○ Hvad siger farmoren, at hun er for gammel til? ○ Hvorfor siger farmoren altid sin mening? ○ Hvornår er Andrea ikke glad for sin frisure? ○ Hvorfor spørger Andrea sin farmor hvad hun synes om hendes nye tøj? ○ Hvorfor tager Andrea nogle gange farmoren med, når hun skal bytte tøj? ○ Hvor gammel er Andrea?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=