Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 LESSKILNINGUR 10 • Vinna með innfyllingaræfingar. • Vinna áfram með upplýsingarnar t.d. ○ fylla út eyðublöð. ○ finna út hvaða mynd er verið að lýsa. ○ draga saman ályktanir. ○ bera saman sjónarhorn. 3. Verkefni með áherslu á nákvæmnislestur Dæmi: • Þýða stutta textabúta sem eru með mikilvægum upplýsingum. • Svara spurningum úr texta nákvæmlega á íslensku. 4. Verkefni sem beina athygli að ákveðnum atriðum varðandi tungumálið Dæmi: • Orðaforða- og málfræðiverkefni. • Þjálfa notkun orðabóka. • Geta sér til um merkingu orða út frá samhengi, áður en leitað er skýringa. • Eru einhver lykilorð sem þurfa nánari skoðun varðandi framburð? • Skoða málfræðiatriði sem tengist textanum. 5. Verkefni sem tengjast því að skoða og ræða myndir sem tengjast texta Til að auka skilning á texta og styrkja orðaforða er gott að ræða við nemendur um myndir sem honum fylgja. Dæmi: • Kennari ræðir um hvernig mynd tengist innihaldi texta og spyr nemendur spurninga um myndina. Nemendur svara á dönsku. • Nemendur segja frá mynd með eigin orðum á dönsku. • Hver nemandi segir eina setningu á dönsku um myndina. • Keppni: Nemendur vinna í pörum. Þeir skrifa niður öll dönsk orð sem sjást á myndinni. • Dæmi um mynd og spurningar tengdar henni: ○ Hvor mange personer kan du se på billedet? Jeg kan se … ○ Hvem tror du personerne er? Jeg tror de er … ○ Hvad laver manden? Han … ○ Hvad laver damen? ○ Hvilket værelse kan du se bagved manden? ○ Hvordan har de to mennesker det? ○ Hvor mange stole kan du se på billedet? ○ Hvad kan du se i køkkenet? ○ Hvad tror du/I at teksten handler om? ○ Hvilken farve har … ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=