Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku
Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 LESSKILNINGUR 9 • Beina athygli að mikilvægum atriðum, í tengslum við tungumálið, sem koma fyrir í text- anum. • Horfa á stutt myndbrot tengt textanum. • Virkja bakgrunnsþekkingu: ○ Har du prøvet at …? Hvad synes du/I om …? Hvornår vil du …? • Skoða netmiðla á dönsku sem fjalla um svipað efni og fjallað er um í textanum. 2. Verkefni áður en texti er lesinn Dæmi: • Giska á innihald textans út frá t.d. myndum, lykilorðum og fyrirsögnum. • Ræða myndir sem fylgja textanum. • Skoða verkefni og spurningar sem fylgja textanum. • Nemendur búa til eigin spurningar um textann. • Skoða uppbyggingu textans. Er t.d. um að ræða frétt, uppskrift, smásögu, texta sem á að fræða nemandann eða samtal? • Kynna nýjan orðaforða til leiks eða rifja upp gamlan t.d. með því að ○ búa til orðablóm með orðaforða úr textanum eða þemanu. ○ tengja orð og mynd. ○ tengja íslensk og dönsk orð. ○ tengja orð sem hafa svipaða merkingu. Á meðan lesið er – Mens du læser Markmiðið er að nemendur beiti þeim lestraraðferðum sem áhersla er lögð á hverju sinni og skilji textann í takt við þá lestraraðferð. Sum verkefnanna sem nefnd eru geta átt við fleiri en eina lestrar- aðferð. Mikilvægt er að einblína ekki á orð sem nemandi skilur ekki, frekar á þau orð sem hann skilur. 1. Verkefni með áherslu á leitarlestur Dæmi: • Renna yfir texta til að finna ákveðnar upplýsingar t.d. áhugamál, útlitslýsingu eða staði. • Leita að ákveðnum orðum t.d. sem eru eins í dönsku og í ensku. • Leita að orðum sem skilja má út frá íslensku. • Leita að t.d. orðum í tengslum við ákveðna orðflokka sem vinna á með. 2. Verkefni með áherslu á yfirlitslestur Dæmi: • Svara spurningum um innihald texta. • Svara krossaspurningum. • Raða myndum úr texta eða textabroti í rétta röð (kennari getur t.d. klippt myndir úr efninu, ruglað röðinni og sýnt þær á skjávarpa). • Bera saman innihald textans við fyrri ágiskun. • Giska á eða búa til nýjan titil.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=