Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 LESSKILNINGUR 8 Samhengi texta Eitt af því sem auðveldar tök á lestri á erlendu máli og bætir almenna lestrarfærni er að geta sér til um merkingu orða út frá samhengi. Í stað þess að nema staðar við hvert framandi orð er hægt að venja nemendur við að nota samhengi textans til að giska á merkingu orða, annað hvort út frá orð- unum í kring eða víðara samhengi. Þetta virkjar nemendur og fær þá til að hugsa um textann í heild, ekki bara einstök orð. Orðabækur eru mikilvægt hjálpartæki og hvetja þarf nemendur til að nota þær þegar nauðsyn krefur. Ef nemendur fletta upp öllum þeim orðum sem þeir skilja ekki hægir það á lestrinum og kemur jafn- vel í veg fyrir að þeir þjálfist í að beita áðurnefndum lestraraðferðum. Þess vegna er gott að benda nemendum á eftirfarandi aðferðir til að átta sig á merkingu orða, áður en orðabókin er sótt: • Lesa alla setninguna og þá verður merking orðsins e.t.v. ljós. • Líta yfir textann fyrir framan og aftan orðið. • Er orðið nafnorð, sagnorð eða lýsingarorð? • Athuga hvort sama orð er annars staðar í textanum og merking orðsins verður e.t.v. ljósari. • Ef áðurnefndar aðferðir virka ekki þá er orðinu flett upp í orðabók. Til þess að gera nemendur meðvitaða um eigin lestraraðferðir og geta valið aðferð við hæfi þurfa þeir að þekkja þær. Því er mikilvægt að kynna mismunandi lestraraðferðir fyrir nemendum og að rifja þær upp reglulega. Að skilja innihald texta Þegar lesinn er texti á erlendum tungumálum er mikilvægt að benda nemendum á að innihald textans er aðalatriði og að þeir eigi að lesa sér til skilnings. Sumum nemendum hentar vel að vinna ítarlega með texta frá byrjun. Þeir vilja skilja textann um leið og hann er lesinn. Þeim gæti þótt betra að vinna orðaforða- og lesskilningsverkefni um leið og þeir lesa. Ítreka þarf við þessa nemendur að þeir lesi textann aftur í heild til að tryggja að þeir skilji inni- haldið. Öðrum nemendum hentar að lesa textann yfir áður en unnið er með verkefnin. Einnig þarf að tryggja að þeir nemendur hafi skilið innihald textans og vinni með orð í samhengi við texta. Þar sem nemendur beita ólíkum aðferðum við nám er mikilvægt að beita fjölbreyttum aðferðum í kennslu. Nauðsynlegt er að skapa námsumhverfi þar sem nemendur fá að vinna einir, í pörum og í hóp. Til að auðvelda nemendum lesturinn er mikilvægt að beita mismunandi aðferðum áður en lesið er, á meðan lesið er og eftir að búið er að lesa textann. Áður en lesið er – Før du læser Til að auðvelda nemendum lesturinn er mikilvægt að kanna þekkingu þeirra á efninu áður en hafist er handa, til þess meðal annars að vekja áhuga og eftirvæntingu. 1. Kveikjur og kynning Dæmi: • Vekja áhuga nemandans á efni textans. • Ræða megin þemu textans. • Tengja efnið á skýran hátt við líf og reynslu nemenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=