Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 7 LESSKILNINGUR Færniþáttur: Lesskilningur Megintilgangurinn með lestri er að meðtaka merkingu og upplýsingar úr texta. Í náms- efninu er lögð áhersla á að nemendur venjist því að lesa margar gerðir af textum, að þeir lesi sér til gagns og ánægju og að þeir geti aflað sér þekkingar. Nemendur þurfa smám saman að tileinka sér námsaðferðir sem eru til þess fallnar að ná sem mestri færni í les- skilningi í dönsku. Við lestur eykst máltilfinning og því meira sem lesið er því meira bætist við orðaforðann. Því er mikilvægt að nemendur lesi sem mest á dönsku. Lestraraðferðir Nemendur þurfa að kynnast mismunandi lestraraðferðum og venjast því að lesa texta með ólíkan tilgang í huga. Í aðalnámskrá er lögð áhersla á að nemendur læri að beita mismunandi lestraraðferðum og beiti þeim eftir því hvernig texta um er að ræða og hvert markmiðið er með lestrinum. Helstu lestraraðferðir eru leitarlestur, yfirlitslestur, nákvæmnislestur og hraðlestur. Við úrvinnslu texta getur stundum verið nauðsynlegt að beita fleiri en einni lestraraðferð. Til að gera lestraraðferðir sýnilegar nemendummá hengja upp veggspjald í skólastofunni með einföldum útskýringum á lestraraðferðum, sjá bls. 85. Leitarlestur (e. scanning) Leitarlestri er fyrst og fremst beitt þegar lesandinn þarf að leita í texta að ákveðn- um upplýsingum. Lesandinn fer hratt yfir textann í leit að sérstöku atriði eða efni. Ef það finnst þá staldrar hann við og grípur til annars lestrarlags. Yfirlitslestur (skimun, e. skimming) Texti er lesinn hratt yfir til að fá yfirlit yfir innihald. Dæmi um slíkt er lauslegur lestur þar sem lesandinn áttar sig á aðal- atriðum eins og t.d. hvar frásögnin gerist, hverjir gera hvað og hvenær. Nákvæmnislestur Nákvæmnislestri er beitt til að skilja texta nákvæmlega. Stundum þarf að þýða textann frá orði til orðs þegar draga þarf fram ákveðnar upp- lýsingar. Hraðlestur Hraðlestri er beitt við lengri texta þegar t.d. er um að ræða skáldsögur, smásögur og ljóð. Um er að ræða efni sem aðallega er til fróðleiks og skemmtunar. Einnig getur hraðlestur verið hluti af yfirlitslestri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=