Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 6 KENNSLUHÆTTIR ○ Hvernig heyrir maður muninn á orðunum mor eða mord ? ○ Hvers vegna eiga margir Íslendingar erfitt með að tala dönsku? Skipting í hópa Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til að vinna í fjölbreyttum hópum. Stundum má raða í hópa á tilviljunarkenndan hátt og stundum eftir getu. Þegar skipt er á tilviljunarkenndan hátt er hægt að nota ýmsar aðferðir við skiptinguna t.d. að • nemendur raða sér upp eftir afmælisdögum, nafni og systkinafjölda … • nemendur raða sér upp eftir áhuga eða skoðun. Hversu hress varstu þegar þú vaknaðir í morgun, á skalanum 1–10? Nemendur raða sér upp á ímyndaða línu sem nær frá 1 upp í 10. Kennari velur svo í hópa eða pör með því að telja frá öðrum endanum eða sitthvorum endanum. Það er gott að breyta til svo nemendur raði sér ekki upp eftir því með hverjum þeir vilja vera í hóp. • kennari setur nöfn nemenda á miða og svo er dregið í hópa. • kennari notar tölvuforrit til að raða nemendum á tilviljunarkenndan hátt. Stundum getur verið gott að leyfa nemendum að vinna saman eftir getu í tungumálinu. Það getur bæði veitt stuðning og verið áskorun. Ef þessi aðferð er notuð er mikilvægt að vera með verkefni við hæfi þannig að allir hópar fái tækifæri til að gera sitt besta. Þegar unnið er með getuskipta hópa getur verið góð hugmynd að leyfa nemendum sjálfum að koma með hugmyndir að verkefnum og leiðum. Engin leið er fullkomin og kennari þarf að sjálfsögðu alltaf að meta hvort röðunin gangi upp, sérstak- lega í stærri verkefnum. Ítarefni Dæmi um ítarefni í dönsku á vef Menntamálastofnunar, þar sem finna má fjölbreytta texta og verk- efni: Lige i lommen Tempo Bordbombe Norden i skolen Skapandi verkefni ○ Start ○ Smart ○ Tak, verkefnabók A ○ Tak, verkefnabók B ○ Smil, verkefnabók A ○ Smil, verkefnabók B ○ Ekko, samtalsæfingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=