Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 5 KENNSLUHÆTTIR ○ Búa til auglýsingar fyrir pítsu þar sem markhópurinn er fólk á dvalarheimili aldraðra. ○ Finna frétt á dr.dk. Skrifa hana aftur þannig að hún henti samnemendum. ○ Hlusta á danskt lag og skrifa sögu í kringum textann (hvað gerðist fyrir, hvað mun gerast á eftir?). ○ Skrifa 10 ráð til kennara um hvernig best sé að kenna unglingum. ○ Skrifa „fake news“ um skólann. Leitarorð : falske nyheder ○ Finna teiknimyndasögu á íslensku og breyta henni yfir á dönsku. ○ Finna teiknimyndasögu sem „þér finnst fyndin“ og útskýra á dönsku hvers vegna. • Nemandi skrifar ritdóm um smásögu/skáldsögu . Hann: ○ veltir textanum fyrir sér og leggur mat á hann. ○ leggur mat á hver geti verið markhópurinn. ○ notar upplýsingar úr textanum til að vega og meta t.d. félagsleg málefni eða málefni umheimsins. ○ metur hvort textinn er raunsær. ○ kannar og reynir að komast að því hvort í textanum leynist hlutdrægni varðandi kyn, kynþætti, menningu, trúarbrögð eða aldur. ○ leggur mat á áhrifamátt textans. Hægt er að finna hugmyndir að verkefnum og dönskum textum á netinu eða í námsbókum fyrir danska nemendur t.d. hjá Dansklærerforeningen. Dæmi um bók: Textlaboratoriet • Samþætting námsgreina . ○ Nemandi finnur efni á dönsku á netinu sem hann hefur áhuga á að kynna sér nánar eða er að vinna með í öðrum námsgreinum. • Vefleiðangur sem kennari útbýr. ○ Dæmi um leiðbeiningar fyrir vefleiðangur □ Á dönsku: Hvad er en webquest? □ Á ensku: What is a WebQuest? ○ Dæmi um tilbúinn vefleiðangur: Affald – Webquest Sumir nemendur hafa áhuga á tungumálum á fræðilegan hátt . Þeir geta t.d. dýpkað skilning sinn á málfræði, orðaforða, hlutverki (funktion), uppbyggingu, framburði eða sögu tungumála. Það fer að sjálfsögðu eftir áhuga, þroska og getu nemandans hversu djúpt er farið í slík fræði. • Nemendur geta t.d. aflað sér upplýsinga með því að slá inn dönskum leitarorðum á netinu og skilað efninu skriflega eða munnlega til kennarans. ○ Hvaða tungumál töluðu Danir árið 1000? ○ Hvaða orð í dönsku þekkir þú úr íslensku, ensku, þýsku? ○ Hvernig veit maður að einhver er að skipa manni að taka til í herberginu sínu? ○ Hver er munurinn á ræðu og samtali? ○ Hvernig sýnir maður að maður er kurteis? ○ Hvaða orð finnst þér vera fyndin á dönsku? ○ Skoðaðu hvort „ikke“ sé alltaf á sama stað í dönsku og íslensku. ○ Hver er málfræðireglan um endingu lýsingarorða í dönsku? ○ Hvers vegna heldur þú að I (þið) sé skrifað með stórum staf í dönsku?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=