Fimbulvetur

91 Hún gekk hægum skrefum upp götuna sína. Fuglarnir í hátölurunum sungu ástarljóð sín á milli á tungumáli sem hún myndi aldrei skilja. Á miðri leið nam hún staðar og andvarpaði. Hún gat ómögulega kallað fram orku til að stíga síðustu skrefin heim. Þá tók hún eftir dularfullri manneskju að sniglast í kringum húsið hennar. Þetta var hávaxin, snögghærð stúlka, dökk á hörund, í bláum samfestingi og með skínandi rauð augu. Katrín hafði aldrei séð hana áður. Í fjarska heyrðist lítil eðla hvæsa. ENDIR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=