Fimbulvetur

88 Hún svaf illa það sem eftir var nætur. Næsta morgun mætti hún foreldrum sínum og lét eins og ekkert væri eðlilegra en að borða grautinn sinn brosandi, kyssa þau bless og halda sína leið í skólann. En eitthvað hafði brostið innra með henni og Katrín var ekki viss um að hún gæti nokkurn tímann fundið sinn vana gang á ný. Á leiðinni út um dyrnar hugsaði hún um litla appelsínubátinn sem hafði eyðilagt matarlystina hjá Lúkasi og kveikt innra með honum svo djúpa reiði. Agnarsmátt smakk af nýbreytni hafði eyðilagt skynjun hans á hversdagsleikanum. Lúkas endaði á að hella niður pöddukássunni og fékk þannig sína útrás. Svo sneri hann aftur til hversdagsleikans eins og ekkert væri. En Blær var hennar appelsínubátur og nú var neðanjarðarborgin ekkert nema skál af dauðum, krömdum pöddum. Hvernig í ósköpunum átti Katrín að snúa aftur til

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=