Fimbulvetur

7 Skjálftar Næturljósið titraði á svefnherbergis- veggnum og Katrín kipptist við í rúminu. Eitthvað urraði reiðilega á yfirborðinu. Þegar hún var komin fram úr, reiðubúin að rannsaka málið, fjaraði hljóðið út eins og ýtt hefði verið á takka. Þetta gat ekki verið geimskip. Hingað komu engin skip lengur. Þegar Katrín var yngri lét hún sig dreyma um að flytja út í geim. Sá draumur var löngu dauður. Fjölskyldan hennar átti ekki nógu mikinn pening til að komast af Jörðinni. Á þessum slóðum flutti enginn burt. Katrín vissi vel að hún og öll hennar fjölskylda ætti eftir að búa í Nýju-Reykjavík um ókomna tíð án þess að fá nokkurn tímann að líta geiminn eigin augum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=