Fimbulvetur

87 Perla í pödduskál Næturljósið nötraði á svefnherbergis- veggnum og Katrín lá hreyfingarlaus í rúminu. Hún hlustaði á geimskipið taka af stað á yfirborðinu. Hún hafði legið and- vaka hálfa nóttina og beðið þess að kveðja vinkonu sína fyrir fullt og allt, með sáran sting í hjartanu og augun lokuð. Hún var hætt að gráta. Hún gat það ekki lengur. Jörðin öskraði úr öllum áttum. Óhljóðin ætluðu að æra hana og einmitt þegar Katrín hélt að skjálftinn ætlaði engan enda að taka þagnaði veröldin skyndilega. Herbergisveggirnir héldu ró sinni. Borgin svaf sínum vanalega nætursvefni. Blær var farin. Nú gat lífið haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú myndi tilveran ganga sinn vana gang aftur. Því varð Katrín að trúa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=