Fimbulvetur
85 með verkefnið, sama hvað Kennarinn minn segir!“ „Ég verð nú að andmæla þessu,“ byrjaði Kennarinn að svara en Blær stökk yfir að veggnum og þrýsti á hnapp sem slökkti á öllu í herberginu. Þær biðu þöglar á meðan augun vöndust myrkrinu. „Fyrirgefðu,“ sagði Blær loks með upp- gjafartón. „Ég ætlaði ekki að særa þig og þú áttir aldrei að komast að þessu. En ég vil ekki kveðja þig svona. Ég vil helst ekki kveðja þig. Gerðu það, komdu með mér fram, gleymum þessu, njótum þess bara að borða saman og ég skal taka þig með mér hvert sem þig langar til að fara!“ Katrín þoldi ekki meir. „Ég vildi hvort eð er bara vera vinkona þín til að græða á þér,“ hreytti hún út úr sér og þurrkaði tár í laumi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=